Skandall!

Kosningaþátttakan, eða öllu heldur þátttökuleysið, til stjórnlagaþings er meiriháttar skandall. Hvað er að þjóð minni? Viljum við virkilega ekki hafa áhrif á það hvernig Stjórnarskráin verður? Viljum við veikt stjórnlagaþing sem alþingismenn geta hunsað að vild?

Ég á bara ekki orð!

Þetta er mín eina huggun!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Heill og sæll.

Ég er alls ekkert viss um að þessi dræma kjörsókn eigi eftir að þýða veikt stjórnlagaþing og finnst ekki að menn eigi að gefa sér það fyrirfram.

Bestu kveðjur,

Heiðar Sigurðarson, 28.11.2010 kl. 00:21

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það væri nú gott að gera greiningu á því hvernig kjósendur sem greiddu atkvæði, skiptust eftir aldri og kyni

Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.11.2010 kl. 10:03

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það verður líka fróðlegt að sjá hversu margir kjörseðlar verða auðir og ógildir, er ekki að grínast en það hló einn að mér í morgun þegar ég sagði þetta.

Gísli Foster Hjartarson, 28.11.2010 kl. 15:18

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þjóðin vill greinilega bara brauð og leiki og vill fá að vera í friði fyrir svo flóknum málum sem hún nennir ekki að setja sig inn í. Nú eru það jólin, þar á eftir eurovision- söngvakeppni. Kannski er einnig að spá í það hvernig nýjasta tískan litur út. Svone er það bara, því miður.

Úrsúla Jünemann, 28.11.2010 kl. 17:28

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Fólki finnst greinilega þetta málefni ekki vera brýnt núna og auk þess allt of dýrt. Held að það væri best að fara að vilja kjósenda. Hætta við þetta stjórnlagaþing og draga uppsagnir nokkurra tuga heilbrigðisstarfsmanna til baka fyrir peninginn sem sparast.

Þorsteinn Sverrisson, 28.11.2010 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband