Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Karlalandsliðið í fótbolta!

Flestir virðast sammála því að árangur karlalandsliðsins í fótbolta sé óásættanlegur. Ráðamenn í þeim málefnum virðast einnig fullvissir um að ekki sé sérstök ástæða til að gera eitthvað í málinu!

Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því hvað sé ásættanlegur árangur og hvað ekki. Mér finnst stundum að þeir sem tjá sig um þessi mál gleymi því að Ísland er örþjóð og árangur út af fyrir sig að hægt sé að koma saman sem liði sem ekki verður sér til skammar. Kannski hefur það ekki tekist sl. misseri og kannski er óþarfi að raðast neðar en Færeyjar á styrkleikalista. Hvað veit ég!

Hitt veit ég að fótbolti fær allt of mikla athygli hér á landi. Tek fram að mér þykir gaman að horfa á góðan fótbolta. Þykir jafnleiðinlegt að horfa á lélegan fótbolta.  Íslenskur fótbolti er því miður allt of oft í þeim flokki. Varla við öðru að búast þegar tekið er mið af fjölda liða í efstu deild. Liðin eru einfaldlega allt of mörg miðað fjölda íbúa. Ástæðan fyrir því er að allt of mörgum er beint í fótbolta en ættu í raun að stunda aðra íþrótt. Gætu þar hugsanlega náð mun betri árangri.

Um þetta skrifaði ég færslu fyrir um tveimur árum og í stað þess að endurtaka hana þá vísa ég til hennar hér. Hef út af fyrir sig ekkert skipt um skoðun.

Áfram Ísland!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband