Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hafa auglýsingar áhrif!

Margir hafa efasemdur um að auglýsingar hafi áhrif. Aðrir eru sannfærðir um að þær hafi áhrif en vita ekkert endilega hvaða áhrif það eru né heldur hvaða áhrif það ættu að vera.

Stundum er litið svo á að ef fólk sér eða heyrir auglýsingu, þá hafi hún skilað tilætluðum árangri. Það er vissulega forsenda fyrir því að auglýsing skili árangri að einhver sjái hana eða heyri. Það eitt og sér dugar þó skammt. Eitt megin hlutverk markaðsstarfs er að hafa áhrif á hegðun fólks. Fá fólk til að gera meira af einhverju, minna af einhverju, kjósa rétt, kjósa ekki rangt, kaupa einhverja vöru og svona mætti lengi telja. Auglýsingar einar og sér geta ekki gegnt þessu hlutverki, heldur þarf að nota aðra markaðs- og kynningarráða til að ná tilætluðum árangri.

Í nýlegri könnun, Þjóðarrýni 2007, kemur fram að fólk telur að auglýsingar hafi áhrif á kauphegðun fólks, bara ekki þeirra eigin. Þannig eru ekki nema rétt rúm 50% sammála eða mjög sammála því að auglýsingar hafi áhrif á þeirra eigin kauphegðun á meðan að tæp 90% eru mjög eða frekar sammála þeirri fullyrðingu að auglýsingar hafi áhrif á kauphegðun fólks. Sjá nánar á www.hi.is/~th


Traust til stjórnmálamanna

Í nýlegri könnun, Þjóðarrýni 2007, kemur fram að almenningur virðist vantreysta stjórnmálamönnum. Þannig telja aðeins 20% líklegt eða mjög líklegt að stjórnmálamenn standi við gefin loforð. Um 80% telja hins vegar líklegt eða mjög líklegt að fólk almennt standi við gefin loforð. Sjá nánar á www.hi.is/~th


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband