Að kenna öðru um!
20.1.2010 | 15:15
Það þykir ekki góður siður að kenna öðru eða öðrum um. Flestir sómakærir einstaklingar kannast við sín mistök og eru reiðubúnir að bæta úr ef kostur er.
Áður en lengra er haldið er rétt að það komið fram að mér finnst IceSave málið skelfilegt klúður. Líklega ein versta birtingarmynd þess sem við erum að fást við þessa dagana. Samt sem áður þykir mér menn allt of viljugir til að kenna IceSave um alla okkar erfiðleika og ófarir.
Eftir því sem ég kemst næst gætu opinberar skuldir verið um 1.000 milljarðar. Það er álíka mikið og skuldir Actavis. Ef skoðað er hvað myndar þessar skuldir gætu 300 milljarðar verið vegna IceSave, 300 milljarðar vegna tapaðra útlána Seðlabankans og 400 milljarðar vegna uppsafnaðs hallareksturs hins opinbera. Sá er skuldar 1.000 milljarða mun eiga í e.k. erfiðleikum, amk um tíma. Þeir erfiðleikar eru hins vegar ekki nema að hluta til vegna IceSave.
Vissulega væri gott að vera laus við IceSave skuldina. Eftir sem áður væru skuldir okkar mjög miklar og rétt að hafa skýra mynd af því hverjir bera ábyrgð á þeim.
Athugasemdir
Ég skil ekki alveg byrjun á þessum pistli hjá þér...kenna hverjum um? Hver er að kenna öðrum um? Hver er hin rétta mynd af þeim sem ber hér ábyrgð?
Undarleg færsla.
Halla Rut , 20.1.2010 kl. 19:31
Ófarir okkar má rekja til áratuga skuldasöfnunar einstaklinga fyrirtækja og ríkis, þó svo ríkisjóður hafi verið orðin nánast skuldlaust fyrir hrun.
Áratuga viðskiptahalli hefur verið ríkjandi.
Kexrugluð stefna í byggingariðnaði þar sem íbúðarhúsnæði hefur verið byggt umfram þarfir. Mikil sókn í tæknivæðingu í atvinnulífi sem getur verið tvíræð vegna mikils fjárfestingarkostnaðar og það þarf svo mikla framleiðsluaukningu til að standa straum af tækninni umfram þarfir.
Og að síðustu fávísleg einkavæðing bankanna allra í staðin fyrir að hafa einn ríkisbanka og þá einkabanka og sparisjóði með dreifðri eignaraðild eins og upphaflega var lagt upp með.
Og að loku í síðasta kafla efnahagshrunins, Icesave, sem ætti að og verður vonandi meðhöndlað sem sakamál en um það fáum við að vita eða a.m.k. verða einhvers nær þegar Stóraskýrsla rannsóknarnefndar Alþingis birtist.
Amen eftir efninu.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.