Bronsöldin

Þriðja sætið á EM í handbolta er staðreynd. Íslenska liðið stóð sig með ágætum og veitti þjóðinni þá ánægju að verða upptekin af einhverju öðru en því leiðinda argaþvargi er einkennt hefur umræðuna síðustu vikur og mánuði.

Reyndar gekk okkur ekki sem best á móti Frökkum en úr því við þurftum að tapa einum leik þá var ekki úr vegi að velja heims-, ólympíu- og evrópumeistara. Önnur lið riðu ekki feitum hesti frá viðureigninni við okkar menn. 

Nú er bara spurningin hvað tekur við. Hvað mig varðar hefur verið miklu skemmtilegra að ræða um handbolta en IceSave. 

...líklega held ég því bara áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Flott að taka bronsið. Gull er eitthvað svo tvö þúsund og sjö!!

Flosi Kristjánsson, 1.2.2010 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband