Þjóðstjórnin taka tvö!
10.3.2010 | 22:44
Í janúar 2009 skrifaði ég pistil um þjóðstjórnina. Eftir að hafa horft á Silfur Egils sl. sunnudag er ég enn þeirrar skoðunar að hugmyndin sem þar kemur fram er góð. Læt þessa færslu því koma aftur.
...vonandi hef ég ekki ástæðu til að birta hana aftur að ári!
-------------------------
Þjóðstjórnin...
.. er rangnefni. Það er dálítið undarlegt að líta svo á að stjórn sem samsett er af öllum flokkum á þingi sér þjóðstjórn. Tiltrú þjóðarinnar á núverandi flokka, hvort sem um er að ræða meirihluta eða minnihluta, virðist einfaldlega ekki nægilega mikil til að hægt sé að kalla slíka stjórn þjóðstjórn.
Í ljósi aðstæðna væri því eðlilegt að mynda utanþingsstjórn með fimm ráðuneytum, forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti, atvinnumálaráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti.
En hverjir gætu gegnt þessum embættum? Sem betur fer eigum við mikið úrval af fólki sem vel gæti tekið við keflinu fram yfir næstu kosningar. Nefni nokkur nöfn:
Forsætisráðuneyti: Þórólfur Árnason forstjóri Skýrr, Rannveig Rist forstjóri Alcan, Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar,
Fjármálaráðuneyti: Gylfi Magnússon dósent viðskiptafræðideild HÍ, Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar, Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA.
Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti: Sigurður Guðmundsson forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri Talnakönnunar,
Atvinnumálaráðuneyti: Páll Jensson prófessor iðnaðarverkfræðideild HÍ, Ingjaldur Hannibalsson prófessor viðskiptafræðideild HÍ, Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar,
Mennta- og menningarmálaráðuneyti: Páll Skúlason prófessor og fyrrverandi rektor HÍ, Jón Torfi Jónasson forseti menntavísindasviðs HÍ, Ástráður Eysteinsson forseti hugvísindasviðs HÍ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.