Þökk sé elgosinu!
5.4.2010 | 10:22
Ég er einn af þeim mörgu sem hef barið eldgosið augum. Lét mig hafa það að ganga Fimmvörðuháls sem var erfitt en vel fyrirhafnarinnar virði. Upplifunin af því að vera í nálægð við eldgos er afar sérstök svo ekki sé meira sagt.
Fjölmiðlar hafa verið duglegir að segja frá því sem gerist við eldstöðvarnar. Hafa reyndar einnig verið duglegir við að segja frá því sem EKKI gerist þar en látum það liggja á milli hluta. Það sem ég hef tekið eftir er að á sama tíma hafa eiginlega alveg hætt að birtast fréttir og EKKI fréttir af ICESAVE og efnahagshruninu. Þessi breyting hefur verið kærkomin og upplífgandi.
Nú er spurningin hvort svona lítið sé að gerast í efnahagsmálum þjóðarinnar eða hvort fjölmiðlar taka því sem hendi er næst hverju sinni. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær eldgos upp í hendurnar til að fylla upp í fréttamínútur og dálksentímetra!
...Ef það er raunin þá vona ég að elgosið vari sem lengst!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.