Rétt, sanngjarnt og gerlegt!
27.6.2010 | 10:09
Ég hef nokkuð oft þurft að velja á milli ólíkra kosta í ákvarðanatöku. Stundum hefur ekki verið augljóst hvaða kostur er bestur og stundum hefur þurft að velja á milli slæmra kosta. Mér til hjálpar hef og reynt að styðjast við það sem er RÉTT, SANNGJARNT OG GERLEGT. (að mínu mati að sjálfsögðu)
Mjög oft virðist liggja í augum uppi hvað sé RÉTT að gera. Það þarf hins vegar ekki að vera SANNGJARNT og oftar en ekki er það sem er RÉTT alls ekki GERLEGT. Þetta er því oft hægara sagt en gert.
Með þetta í huga þá velti ég því fyrir mér hvað sé RÉTT, SANNGJARNT og GERLEGT í tengslum við dóm Hæstaréttar varðandi gengistryggð bílalán. Sumir telja RÉTT, SANNGJARNT og GERLEGT að lántakendur gengistryggðra lána taki þau vaxtakjör sem þeir hefðu annars fengið, þ.e. ef gengistryggð lán hefðu ekki verið í boði. Það getur svo sem vel verið!
Það sem vefst aðeins fyrir mér í því sjónarmiði er að líklegt er að hin "góðu" lán, sem gengistryggðu lánin áttu að vera, hafi beinlínis verkað sem neysluhvati. Fólk hafi tekið lán sem það hefði ekki gert ef aðeins hin kjörin hefðu verið í boði. Að sjálfsögðu ber hver og einn ábyrgð á sinni lántöku og þó ég hafi öðru hvoru reynt að bera hönd yfir höfuð stjórnenda bankanna þá verður ekki hjá því litið að ábyrgð þeirra er mikil. Bankar og fjármálastofnanir virðast beinlínis hafa haldið fé að fólki. Jafnvel fólki, óháð öllu efnahagshruni, sem var ekki borgunarmenn þessara lána.
Í mínum huga hefur það einni áhrif á hvað sé RÉTT, SANNGJARNT og GERLEGT ef satt reynist að stjórnendur fjármálafyrirtækja hafi vitað fyrirfram að gengistryggð lán væru vafasöm. Þeir hafi einfaldlega tekið sénsinn!
Athugasemdir
Halló,
Ég heiti fúll á móti, mig langar aðeins til að tala við þig um dóm Hæstaréttar Ísland varðandi myntkörfulánin, ég hallast að því að Íslendingar séu vangefnir, öll umræðan og vangaveltur eru með ólíkindum um þessi mál, stjórnvöld hvort sem það eru stjórnmálamenn eða aðrir opinberir starfsmenn koma fyrir eins og þeir hafi ekki neitt á milli eyrnanna, sem sýnir allvel af hverju Ísland er í þessari stöðu sem við erum í dag.
Menn gera sér ekki grein fyrir því hvað bankarnir voru að gera, bankarnir tóku erlend fé og endurlánuðu til almennings í Íslenskum krónum.
Ég geri ráð fyrir að bankarnir hafi fengið lánsheimild Seðlabanka Íslands fyrir þessum Íslensku krónum, þar sem þeir geta þá væntanlega veitt veð í þessum aukna gjaldeyrisforða sínum eftir að hafa fengið þetta erlenda lán.
Þessir snillingar fengu síðan heimildir stjórnvalda til að tryggja þessi íslensku lán miðað við stöðu þessara gjaldmiðla á gjalddaga og láta lántakandann borga þann mun sem varð á hækkun þessara gjaldmiðla.
Einfalt dæmi:
Ég á eina miljón dollara á gengi dagsins 100 sem er þá 100 milljónir Íslenskar krónur sem ég legg inná gjaldeyrisbók í bankanum mínum, ég fæ lán frá bankanum í Íslenskum krónum á að sjálfsögðu bestu fáanlegum vöxtum (Seðlabanka vöxtum þar sem ég hef svo góða tryggingu) til þess að lána þér 100 milljónir íslenskar krónur og þú borgar mér alla hækkun á dollaranum samkvæmt samningi á meðan þú hefur lánið, ásamt vöxtum (heldur hærri vöxtum en ég fékk Íslensku krónurnar á í bankanum mínum þar sem þú hefur slakari tryggingu en ég segjum að þú gefir mér veð í bíl og húsinu þínu).
Nú hækkar dollarinn um 50% og þitt lán stendur þá í 150 miljónum + vextir, mitt lán stendur enn í 100 miljónum + vextir (aðeins lægri vextir en þú borgar J), og ég á 150 milljónir á dollarareikningi mínum J.
Á einhverjum tímapunkti ákveð ég að innleysa minn hagnað og þar sem lánið hefur hækkað svo mikið að þú getur ekki lengur borgað mér þá tek ég trygginguna þina (bílinn þinn og húsið þitt) með fjárnámi og síðan fer ég og borga upp mitt lán þar sem ég á 1 miljón dollara á gjaldeyrisbókinni minni sem eru núna að andvirði 150 miljónir íslenskar krónur í dag.
Business trixið er það, að ég fæ alla hækkun á dollarana mína þar sem ég á áfram mína dollara í bankanum mínum, og jafnframt fæ ég alla sömu hækkun á lánið þitt, eins og þeir segja á Arnarhóli í Spaugstofunni „Ég er í góðum málum J“.
En þar sem ég er svo mikill öðlingur þá bauð ég þér lánið með afar góðum kjörum, „það er að til þess að þú getir örugglega borgað mér eitthvað til baka“, þá er í lánasamninginum þínum þau kjör að þú borgar mér bara vexti og smá hluta hækkunar á dollaranum c.a. helminginn af lánstímanum, restin af hækkuninni á dollaranum leggst við höfuðstól lánsins mánaðarlega (sem þíðir að sjálfsögðu það að ég fá hærri upphæð í vöxtum á hverjum mánuði J) þar sem að höfuðstóllinn hækkar og hækkar á láninu þínu þá á ég talsverðan afgang af vöxtum í hverjum mánuði J, þetta þíðir það að þegar ég hirði af þér trygginguna sem þú lagðir fyrir láninu, sem var að sjálfsögðu veðhæf og meira virði en þessar 100 miljónir sem ég lánaði þér í upphafi og hefur hækkað að sjálfsögðu á tímabilinu eins og dollarinn þá á ég eignina þína núna sem hefur hækkað um c.a. 50 til 60% (og ekki gleymi ég því að ég alltaf miljón dollarana mína í bankanum og get borgað upp lánið mitt hvenær sem ég vill).
Ef ég sel dollarana mína nú á 150 miljónir sem er þá gengið á dollaranum núna, (og hef nú að sjálfsögðu fengið smá vexti á dollarareikninginn minn J) þá á ég eftir 50 miljónir (+ vextina) í gengishagnað af gjaldeyrisbókinni minni, ég skulda bankanum 100 miljónir þar sem þú drullaðist aðeins til að borga mér bara vexti (sem að vísu stóðu undir öllum vaxtagreiðslum mínum við bankann J)
Aumingja ég verð nú að selja dollarana mína til að borga upp lánið sem ég tók vegna þín, þú ert nú meira kvikindið „ og ég ætla aldrei að tala við þig aftur L“, „þú veist ekki hvað þú ert búinn að gera mér L“ ég þarf nú að stand í því að koma fyrir 50 miljóna gengishagnaði + vöxtum og á nú húsið þitt og bíl sem ég vonandi get selt á 160 til 170 miljónir, þetta þíðir það að ég fæ að vísu afskrift á lánið þitt (sem mér telst til að standi í 180 miljónum í skuld núna J) ef mér tekst að kaupa af sjálfum mér (eignarhaldsfélag sem ég á) húsið (þitt) „mitt núna“ fyrir c.a. 70 miljónir (kannski 50 miljónir þar sem bíllinn er orðin ljótur og húsið lélegt) þá slepp ég við að borga skatta J, og ekki gleyma að nú skuldar þú mér mismuninn af þessum 180 miljónum og þeim 50 sem ég fékk með herkjum fyrir húsið og bílinn þinn L, borgaðu mér núna eða semdu um þessar 130 miljónir annars set ég þig á vanskilaskrá, sem þíðir það að ég og allir vinir mínir sem erum að lána peninga LÁNUM ÞÉR EKKI NÆSTU 10 ÁRINN.
Það eina sem er að bögga mig þessa daganna er að það eru einhverjir 5 vitleysingar til á Íslandi og vinna í Hæstarétti Ísland sem sjá í gegnum þetta Business trix mitt og eru að þvæla um að þetta sé eitthvað ólöglegt, það þarf örugglega að setja þá af, enn blessunin hún Jóhanna og öðlingurinn hann Steingrímur ætla nú að redda þessu og setja lög á þetta hyski sem ekki vill borga mér eins og ég vill fá borgað, „fyrir þessi góðgerðarstörf mín í þágu almennings“, og ætlar hinn velmenntaði Gylfi að styðja málið dyggilega sem og nokkrir þingmenn á hinu virðulega Alþingi.
Það var ég sem fann upp það góða trix að setja verðtryggingu á öll lán á Íslandi og að sjálfsögðu þá er ég svo mikill öðlingur að leyfa fólki að borga aðeins vextina og smáhluta verðtryggingarnar og leggja svo hækuna við höfuðstólinn ég er ekki okurlánari vegna þess að ég kall þessa (vexti) verðtryggingu J einhverjir hálfvitar útí heimi segja að vextir á vexti séu okurvextir L, svo segja einhverjar orðabækur það líka, en við þessir vitru Íslendingar vitum betur við köllum þetta bara verðtryggingu eða verðbótaþátt eða eitthvað álíka gáfulegt og þá erum við í GÓÐUM MÁLUM trlalalalalalala.
Bestu kveður,
Höfundur
Sigurður Pétur Hauksson
Siggi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 01:50
HÆ, ÉG GLEYMDI AÐ SEGJA ÞÉR AÐ VINUR MINN Í BANKANUM MÍN AFSKRIFAÐI SKULDINA MÍNA SVO NÚNA ÞAR ÉG BARA AÐ BORG SEM NEMUR ÁBYRGÐATYGGINU C.A. 10%
OG ER ÉG Í GÓÐUM MÁLUM ....
Siggi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.