Vingull í pólitík

Ég hef alltaf verið hálfgerður vingull í pólitík og skort það sem sumir kalla pólitíska sannfæringu. Reynsla mín sem opinber starfsmaður hefur kannski haft einhver áhrif. Hef átt erfitt með að sjá hvor klárinn er betri, bleikur eða rauður (og auðvitað blár og grænn).

Ég held þó að pólitíska sannfæringin sé meiri en ég vil vera láta. Ég á bara erfitt með að staðsetja mig í flokkakerfinu hér á landi sem virðist fyrst og fremst ganga út á að viðhalda sjálfu sér. Ég er t.d. hrifinn af einkaframtaki. Tel að maður eigi að uppskera eins og maður sáir og álít að í grundvallaratriðum þá sé hver sinnar gæfu smiður. Ég hef hins vegar aldrei skilið einkavæðingu sem gengur út á það að gera út á hið opinbera. Það hefur ekkert með einkaframtak að gera. Ég er einnig þeirrar skoðunar að sum verkefni eigi að vera á ábyrgð hins opinbera. Hef efasemdir um algæti einkaframtaksins. 

Ég er einnig þeirrar skoðunar að samfélagsleg aðstoð eigi rétt á sér. Sé reyndar nauðsynleg og sjálfsögð. Tel hins vegar að bætur eigi að vera undantekning fremur en regla. Samfélagið þurfi að vera þannig úr garði gert að það bjóði upp á næg tækifæri fyrir flesta. Sumir munu hins vegar ekki geta nýtt sér góð tækifæri. Samfélagið þarf að aðstoða þá.

Yfirlýsing stjórnarinnar í gær vekja óneitanlega upp margar spurningar. Getur verið að pólitísk sannfæring fárra verði dýru verði keypt? Getur verið að umræddur samningur sé ólöglegur eftir allt saman og því var það þá ekki kannað miklu fyrr? Hvað táknar það þegar menn segjast ætla að vinda ofan af einkavæðingunni? Hvað hefur verið einkavædd? Var ekki einhver sem seldi eign sína? Má það ekki? Þjónar einhverjum tilgangi að eiga eitthvað og nota það ekki? 

Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu þessa máls. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband