IceSave!

Nú þarf hver og einn að fara að gera upp við sig hvernig á að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um IceSave lögin. Í grundvallaratriðum eru þrjár leiðir í boði:

  1. Segja JÁ
  2. Segja NEI
  3. Mæta ekki

Í mínum huga er ekki augljóst hvaða leið er best. Lengi vel hallaðist ég að því að mæta ekki. Taldi mig ekki hafa nokkrar forsendur til að setja mig inn í þetta af einhverju viti. Tel mig reyndar ekki enn hafa þær forsendur eða upplýsingar. Málsvarar beggja sjónarmiðana færa ágæt rök fyrir sínum málstað. Ekki hjálpar það nú mikið.

Ég er því enn að gæla við þá hugmynd að mæta ekki! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er ljóst að þeir erlendu kröfuhafar sem eru í dag að reyna að hnekkja neyðarlögunum fyrir íslenskum dómstólum þeir eru að gera það á öðrum grunni en þeim sem snýr að ESA. Þeir leggja til grundvallar stjórnarskrárvarinn eignarétt sem er skýr í íslensku stjórnarskránni annars vegar og í Mannréttindayfirlýsingu Evrópu hins vegar. Sjá þessa frétt hér og viðbrögð talsmanns þessara lánadrotna við dómi héraðsdóms um heildsölulánin:

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/04/01/erlendir_krofuhafar_domur_heradsdoms_gegn_stjornars/

Það liggur fyrir að þetta Icesave mál er rétt að byrja. Það liggur fyrir að það er ekki hægt að kjósa það í burtu með því að segja já 9. apríl nk.

Það liggur fyrir að það verður fyrst þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp sinn dóm eftir 3 ti 5 ár að við vitum hvort neyðrlögin halda. Þá fyrst vitum við það hvort eignirnar sem eru í þrotabúi Landsbankans verða til ráðstöfunar upp í Icesave. Ef neyðarlögin halda ekki þá vegna ríkisábyrgðarinnar sem er hluti að Icesave samningnum þá falla þessar 674 ma. sem það kostar að tryggja lámarksinnistæðurnar, þær falla þá á ríkissjóð. Það er ef við samþykkjum Icesave 3 þann 9. aprík nk.

Þetta staðfesti Lee Buchheit í viðtali á Silfrinu í dag. Verði neyðarlögunum hnekkt sagði hann, þá gerir Icesave samningurinn ráð fyrir að ríkissjóður verði að greiða af Icesave næstu 37 árin.

Þess vegna má ekki veita þessa ríkisábyrðg. Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Gerum okkur grein fyrir því að þetta Icesave mál er rétt að byrja hvort heldur þjóðin velur já eða nei á laugardaginn.

Ég minni á að ef við höfnum Icesave 3 og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar vegna neyðarlaganna, 94% af sínum ýtrustu kröfum, þ.e. um 1.150 ma. Við hins vegar sleppum við að greiða þessa tæpu 50 ma. og engin ríkisábyrgð verður veitt.

Að segja nei er eina skynsamlega leiðin út úr þessu klúðri.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.4.2011 kl. 00:49

2 identicon

Þetta er svakalegt. Takk fyrir þetta Friðrik.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 09:13

3 identicon

það alversta af öllu er að sitja hja eða mæta ekki  en þannig kanski hugsa margir og segja bara eg kem ekki nálægt þessu .það er rosalega óábyrgt !!   af einhverjum þjóðfelagsþegn  að segja slikt .eg tala ekki um ráðherra  Að öðru leyti er eg algjörlega sammála Friðik Hansen sem er einhver okkar fróðasti maður i þessu ömurlega Icesave máli  .

Ransý (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 20:07

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er útaf fyrir sig að sitja hjá í innanríkismáli sem hvaða ríkisstjórn sem á eftir kemur getur breitt.  En þegar málið snýst um óumbreytanlega samninga við erlend ríki þá gengur ekki að greiða atkvæði með rassinum.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.4.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband