Klofin þjóð!
11.4.2011 | 09:26
Nú liggur niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave lögin fyrir. Um 60% sagði NEI og þar með um 40% JÁ. Flestir myndu telja þetta nokkuð góðan meirihluta. Sumir, þá einkum stjórnmálamenn, telja að nú sé mikilvægt að sameina þjóðina. Þetta mál hafi klofið hana í tvær fylkingar!
Þessi klofningur held ég að sé satt best að segja stórlega ofmetinn. Ég held að mun auðveldara verði að fá fólk til að styðja niðurstöðuna en menn vilja vera láta.
Í fyrsta lagi þá kusu um 60% NEI. Í öðru lagi þá virtust margir mjög óvissir í afstöðu sinni, þ.e. hvort þeir ættu að kjósa NEI, eða JÁ. Í þriðja lagi voru einhverjir sem vissu ekkert endilega hvað átti að kjósa og létu kannski nær umhverfið ráða. Einhverjir þeirra sögðu eflaust JÁ. Svo voru einhverjir sem langaði til að segja NEI en þorðu ekki!
"Nei hópurinn" gæti því allt eins verið 75-80%. Það telst varla klofin þjóð. Eftir stendur kannski 25% sneið sem hafði fullkomna sannfæringu fyrir því að JÁ væri rétt en NEI væri rangt. Mér er til efs að sá hópur muni halda áfram að berjast fyrir þeim málstað.
Það sem er áhyggjuefni er hve margir stjórnmálamenn leggja á það áherslu að nú þurfi að sameina hina klofnu þjóð. Það sé þá verkefni sem þeir sjálfir séu einmitt best til fallnir.
...um það hef ég satt best að segja miklar efasemdir.
Athugasemdir
Þetta er fárámlegur málflutningur
jkr (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.