Er ímynd bankanna að styrkjast?

Ég hef staðið fyrir mælingum á ímynd bankanna frá 2004. Meðal ímyndarþátta eru TRAUST og SPILLING  en þeir eru fleiri þættirnir.

Fram að hruni þá einkenndist ímyndin af jákvæðum þáttum s.s. eins og TRAUSTI og fáir tengdu SPILLINGU við banka og sparisjóði. Það var þó þannig, og er þannig enn, að sumir bankar tengdust TRAUSTI sterkar en aðrir bankar og sumir tengdust SPILLINGU frekar en aðrir.

Eftir hrun þá breyttist allt. Grein sem áður einkenndist af jákvæðri ímynd glataði þeirri stöðu nánast á einni nóttu. Við tók sterk tengsl við ímyndarþáttinn SPILLING! Meðfylgjandi mynd sýnir ágætlega hvernig þessir tveir ímyndarþættir hafa þróast. Síðasta mælingin, í febrúar 2012, bendir til þess að ímyndin sé að styrkjast. Þeir sem til þekkja vita að það að byggja upp traust tekur langan tíma. Það má einnig sjá á myndinni.

 Þróun á ímynd banka

Nú er bara spurningin hvort innistæða sé fyrir þessum breytingum og hvort þessi grein nái að snúa stöðunni við. Það virðist þó ætla að taka einhver ár til viðbótar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

ég á ekki von á því að traustið aukist á þessu ári kannski á því næsta ef það verður skipt um alla yfirstjórn og tekið upp manneskjulegra kerfi innan bankana og þar mættu þeir taka Noreg sér til fyrirmyndar Og jafnvel hérna Á Fiilipseyjum er innheymmtukerfið manneskjulegra þó að hérna sé spillingin landlæg

Magnús Ágústsson, 14.3.2012 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband