Sólbað í fárviðri!
7.10.2008 | 20:55
Flestir virðast sammála um að rekja megi vanda bankanna til hinnar alþjóðlegu lausafjárkreppu. Margir benda reyndar á eitt og annað sem gæti hafa orsakað vandann en látum það liggja milli hluta í bili. Kreppan er því dæmigerð ytri ógn, hluti af PEST, sem lítið er hægt að gera við!
Flestir vita einnig að fárviðri er einnig ytir ógn sem lítið er hægt að gera í. Við höfum reyndar sérfræðinga sem spá fyrir um yfirvofandi hættu og ef við teljum mikla hættu á fárviðri þá reyna amk flestir að búa sig sem best undir það. Auðvitað tekst það ekki alltaf og auðvitað hafa sérfræðingar ekki alltaf rétt fyrir sér. Við erum þó almennt á því að allur sé varinn góður.
Ef mjög margir sérfræðingar spá fárviðri þá er væntanlega ekki skynsamlegt að velja þann dag til að liggja í sólbaði, eða hvað?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.