Viðskiptasóðaskapur!

Síðustu daga hef ég orðið vitni að hegðun sem ég hef kosið að kalla "Viðskiptasóðaskap". Þetta er hegðun sem einkennist af því að stjórnendur ganga á svig við almenn gildi og nota þvinganir, ógnanir, óbilgirni og ruddaskap til að ná fram markmiðum sínum.

Markmiðin snúast svo ekkert endilega um hagsmuni þeirrar einingar sem þeim er ætlað að stjórna heldur kannski allt annarar einingar sem þeir eru þá einnig að stjórna eða vinna fyrir. Samkeppnislögin taka fyrir hátterni stjórnenda sem kann að vera ólöglegt.

En hver man ekki eftir löglegt en siðlaust?

Viðskiptasóðinn gengur út frá því að ef eitthvað er ekki beinlínis ólöglegt, þá sé það einnig siðlegt. Það er grundvallarmisskilningur. Lög eru mannanna verk og maðurinn er þrátt fyrir allt ákaflega ófullkominn. Siðgæðið er víðara og nær dýpra.

Því er rétt að hlusta eftir því.

Meira um þetta síðar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband