Morgunblaðið

Á heimasíðu félagsskapar um stofnun almenningshlutafélags um kaup á Morgunblaðinu kemur fram að framundan séu nýir tímar og að ekki sé lögmál að auðmenn eða ríkið eigi fjölmiðla. Þetta er vissulega áhugavert framtak. Óháð stjórnmálaskoðunum þá verða menn að viðurkenna að mikil verðmæti liggja í Morgunblaðinu. 

Væntanlegir eigendur þurfa ekki að sækja vatnið yfir lækinn þegar kemur að ritun forsíðugreinar fyrsta tölublaðs sem nýir eiendur standa að. Vek ég athygli á grein í fyrsta tölublaði Morgunblaðsins, sem kom út 2. nóvember 1913. Þar segir:

"Dagblað það, sem hér byrjar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemtilegt og lipurt ritað fréttablað. Reykjavíkurbær hefur enn eigi eignast slíkt blað, þó þörfin hafi verið mikil um mörg ár og mörg nauðsynleg skilyrði hafi þegar verið fyrir hendi. Stjórnmálabarátta sú, sem þjóðin hefir átt í síðasta áratuginn, hefur tekið svo mikið rúm í blöðunum, að þeim hefir eigi verið unt að rita um margt hið skemtilega og nýstárlega, sem gerst hefir innanlands og utan. En Morgunblaðið tekur engan þátt í flokkadeilum, þó það auðvitað muni gefa lesendum sínum kost á að kynnast fljótt og greinilega öllu því helzta er gerist í lands- og bæjarmálum. Þær fréttir munu ritaðar með öllu litlaust." (heimild: hvar.is)

Ég held að það sé eitthvað svona sem þessi ágæti félagsskapur hefur í huga.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband