Ímynd eða ímyndun!
23.2.2009 | 16:50
Ímynd fyrirtækja skiptir miklu máli í nútíma rekstri. Ímynd skiptir einnig miklu máli fyrir staði, fólk og þjóðir. Sama má segja um stofnanir hins opinbera. Mjög skiptar skoðanir eru þó um gildi ímyndar og stundum er hugtakinu ruglað saman við ímyndun og því álitið að ímynd sé eitthvað sem ekki er raunverulegt, sé óekta og hafi lítið raunverulegt gildi.
Þetta er alvarlegur misskilningur. Sá misskilningur er af margvíslegum toga, sumur hafa beina andúð á hugtakinu og aðrir telja að hægt sé að byggja upp ímynd hratt og með auglýsingum einum saman. Vera kann að ímynd sé ekki gott orð í þessu sambandi. Hugsanlega væri betra að nota orðið orðspor, þ.e. að starfsemi, þjóðir og einstaklingar byggi upp orðspor. Hér þarf að hafa í huga að ímynd, eða orðspor, er ekki góð eða slæm, ekkert frekar en heit eða köld. Ímynd getur verið jákvæð eða neikvæð en tengist þó alltaf ákveðnum eiginleikum sem geta verið í eðli sínu jákvæðir eða neikvæðir. Þessir eiginleikar gætu verið frumkvæði, spilling, góð þjónusta, gamaldags eða nýjungagarn svo dæmi sé tekið.
Í nýrri rannsókn sem ég vinn að um þessar mundir er lagt mat á ímynd banka og sparisjóða í kjölfar bankakreppu. Niðurstöður má sjá hér.
Athugasemdir
Sæll Þórhallur
Linkurinn á niðurstöðurnar virðist ekki í lagi, langar virkilega að sjá þær, komst ekki á kynninguna.
Kveðja, Hildur.
Hildur Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.