Verðtrygging

Það eru nokkuð skiptar skoðanir um ágæti verðtryggingar hér á landi. Þeir sem skulda mikið af verðtryggðum lánum virðast almennt frekar andsnúnir henni á meðan að þeir sem eiga verðtryggðan sparnað virðast henni frekar hlynntir. Stjórnmálamenn hafa svo gjarnan þá afstöðu sem hentar hverju sinni.

Ég er einn af þeim sem er frekar á móti verðtryggingu en með. Öfugt við skilgreiningu mína hér að framan þá skulda ég lítið af verðtryggðum lánum og á verðtryggðan sparnað. Er samt frekar mótfallinn verðtryggingu!

Það verður ekki um það deilt að í verðbólgusamfélagi þarf að finna leið til að koma í veg fyrir að eignir brenni upp. Það er auðvitað þannig að ef skuldir brenna upp í verðbólgu þá brenna einhverjar eignir á móti. Það sem er slæmt er að við skulum búa í samfélagi þar sem verðtrygging er talin nauðsynleg. Best væri ef efnahagslegur stöðugleiki væri þannig að hún væri óþörf. 

Gallinn við verðtrygginguna er m.a. sá að tilvist hennar dregur úr áhuga skuldareiganda á að koma á þessum stöðugleika. Skuldareigandinn er tryggður fyrir verðbólguáhættu með verðtryggingu. Verðtryggingin er því á kostnað skuldara sem tekur alla áhættuna. Það getur vart talist sanngjarnt.

Hitt sem ég vil nefna varðandi verðtrygginguna er mælitækið sjálft. Það má halda því fram að það sem mælitækið mælir, þ.e. vísitalan, sé skakkur mælikvarði og mæli ekki það sem henni er ætlað að mæla. Vísitalan byggir á verðþróun vara í s.k. neyslukörfu. Neyslukarfan er samsafn vara/þjónustu sem meðalheimili notar og byggir á neyslukönnunum. Núverandi neyslukarfa er of gömul til að líklegt sé að hún endurspegli neyslu heimila í dag.

Bæði kannanir og rauntölur sína að heimilin bregðast við þegar að þrengir. Þannig hefur sala í nýjum bílum dregist saman sem og eftirspurn eftir ýmsum vörum/þjónustu sem má flokka sem munaðarvörur. Verð á þessum vörum hefur hækkað mikið. Neyslan hefur dregist saman á meðan að mælitækið gerir ráð fyrir öðru. Með þessu fæst því rangt mat á þróun vísitölunar sem bitnar á heimilinu.

Stór hluti vanda heimilana nú er því tilbúin vandi sem er tilkomin vegna þess að við sættum okkur við ónákvæmt mælitæki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf jafn fróðlegt að lesa greinarnar þínar, um að gera að halda þessum skrifum þínum áfram.

Bkv. Sveinn.

Sveinn G Þórhallsson. (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband