Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar
19.5.2009 | 23:27
Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar verður miðvikudaginn 20. maí og hefst hún með erindi aðalfyrirlesarans, prófessors Michael Evan Goodsite, kl. 10 stofu 101 í Odda. Erindið ber yfirskriftina Corporate Strategies and Climate Change.
Alls verða 20 erindi í 6 straumum. Erindin eru mjög fjölbreytt eins og vænta má en þau tengjast hagfræði, mannauðsstjórnun, markaðsfræði, stjórnun og stefnumótun. Ég verð málstofustjóri á hagfræðimálstofu sem hefst kl. 11 í Háskólatorgi 101. Fyrirlesarar eru Katrín Ólafsdóttir, Guðmundur Kristján Óskarsson og Helgi Tómasson. Erindi Katrínar fjallar um launamun kynjanna, Guðmundar um heilbrigðisútgjöld og Helga um verðtryggða samninga. Áhugafólk um þessi málefni er að sjálfsögðu hvatt til að mæta.
Sjálfur tengist í þremur erindum sem haldin verða í Háskólatorgi 102 kl. 15. Fyrsta greinin er skrifuð með Art Scalk og fjallar um markaðshneigð í bankakerfinu. Önnur greinin er skrifuð með Auði Hermannsdóttir og Friðriki Eysteinssyni og fjallar um ímynd banka í kjölfar bankahrunins. Þriðja greinin er skrifuð með Guðmundi Skarphéðinssyni og Gylfa Dalmann og fjallar um þáttagreiningu DOCS út frá þekkingarstjórnun.
Áhugasamir geta séð þessar greinar á heimasíðunni minni, www.hi.is/~th undir rannsóknir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.