Þjóðfundur 2009
14.11.2009 | 22:49
Þjóðfundurinn var haldinn í dag og var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sitja hann. Að mínu viti var þetta það jákvæðasta sem gerst hefur hér á landi í margar, margar vikur.
Á fundinum hafði ég það hlutverk leiða umræður á borði þar sem 7 þátttakendur voru saman komnir. Það sem kom skemmtilega á óvart var hvað fólkið var jákvætt og áhugasamt og í raun sammála um mörg grundvallaratriði. Það átti t.d. við um gildin sem var fyrsta verkefni hópanna. Í raun voru allir hóparnir sammála og þau gildi sem birt voru þess eðlis að flestir geta tekið undir þau. Líklega gæti öll þjóðin tekið undir þau.
Þetta voru gildi eins og heiðarleiki, réttlæti, virðing, jafnrétti, kærleikur, ábyrgð og frelsi. Hver er svo sem ekki sammála þessu? Sjá nánar á Þjóðfundur 2009
Tilraunin var áhugaverð. Sannfærði mig um að almenningur er fullfær um að móta stefnu í mikilvægum málum fyrir þjóðina. Líklega betur til þess fallinn en þeir sem nú eiga að sinna því!
Kannski ætti að breyta kosningakerfinu? Hætta einfaldlega að kjósa en velja þess í stað 25% þingmanna af handahófi á tveggja ára fresti. Þeir mættu svo líklega vera færri en nú. Með þessu móti yrði enginn of stutt né of lengi. Viss um að árangurinn yrði ekki síðri en nú.
Hagsmunaaðilar eru eflaust ósammála mér.
Athugasemdir
Já Þórhallur nú þyrfti bara að takast að virkja það sem fram kom á þessum fundi - auðvitað erum við, lesist almenningur, full fær um að taka þátt í umræðunni og benda á margt sem betur má fara og svo framvegis - vona að úrvinnsla og eftir leikurinn verði góður af þessu frábæra framtaki.
Gísli Foster Hjartarson, 14.11.2009 kl. 23:30
Það ætti nú fyrst að jafna kosningaréttinn. Ég hafið ágætan kosningarétt þegar ég bjó fyrir norðan.
En svo þegar ég flutti til Reykjavíkur þar sem ég er fæddur missti ég hluta kosningarréttarins og er ekki nema 3/4 hlut í gilt atkvæði.
Það gerðist upp á Holtavörðuheiði við vörðu, sem er þar á há heiðinni, sjónhendingu í Eiríksjökul. Það var sko ískaldur Eiríksjökull sem jafnaði um mig þar og ófagleg stjórnmálasjónarmið.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.11.2009 kl. 08:54
Stjórnlagaþingi sem lofað var í kosningabaráttunni, mætti að fara að koma.
Sigurður Þórðarson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 18:08
Sæll Þórhallur,
Þú hefur lög að mæla, þjóðfundurinn var eitthvað sem maður býr að alla æfi. Þjóðaratkvæðið er það sem koma skal, þessi aumingjaskapur þingmanna er orðin þreyttur. Las mjög góða grein, þessu til stuðnings, 14. nóv sl. í Mbl. eftir Reyni Eyvindsson, verkfræðing um að fólk fái hreinlega ekki að kjósa nema það sanni fyrst að það hafi lágmarksþekkingu á málefninu. Held að það verði nánast ómögulegt að breyta núverandi kerfi Þingræðis, en ég hef sagt við marga að Þjóðfund eigi að halda á 2-3ja ára fresti og hann eigi að vera ráðgefandi fyrir þingmenn. Það má fækka þeim í 31 og hafa ríkistjórn utan þings.
Jón Víkingur (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.