Viðskiptavilla!
20.11.2009 | 21:32
Ég hef alltaf öðru hvoru látið mér detta í hug ný orða eða orðasambönd til að ná utanum þær hugmyndir sem ég er með í kollinum. Eitt af þeim orðum var "viðskiptasóðaskapur" sem fór frekar fyrir brjóstið á sumum!
Nú skal kynnt til sögunnar nýtt hugtak, "viðskiptavilla". Það er þegar þeir sem koma að rekstri hafa lítinn sem engan skilning á þeim rekstri né heldur því umhverfi sem hann er í.
Á undanförnum vikum hef ég frétt af nokkrum málum þar sem ráðgjafi frá viðskiptabanka fyrirtækis kemur að rekstrinum í þeim tilgangi að leita hagræðingar.
Hagræðingartillögurnar eru í flestum tilvikum frekar fátæklegar. Nær undantekningarlaust ganga þær út á að hækka verð. Það er lítil hagræðing í því. Hér er miklu heldur verið að koma kostnaði yfir á aðra, þ.e. neytendur. Reksturinn er eftir sem áður jafn óhagkvæmur eða hagkvæmur eftir atvikum.
Áhrif þessarar stefnu bankanna, en þeir eru enn flestir í forsjá ríkisins, geta verið mjög slæmar. Þessi skammtíma ásókn í greiðsluflæði fer beina leið út í verðlagið með tilheyrandi orsökum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.