Þjóðaratkvæðagreiðslan!

Ég held á afþakki þjóðaratkvæðagreiðsluna. Veit satt best að segja ekki hvað NEI eða JÁ táknar í þessu samhengi.

Ef ég segi NEI er ég þá þeirrar skoðunar að ekki eigi að greiða IceSave skuldina, að ríkisstjórnin hafi staðið sig illa og eðlilegt sé að reyna að ná betri samningum? Eða sé ég þetta sem leið til að koma ríkisstjórninni frá og koma "mínum" mönnum að?

Ef ég segi JÁ er ég þá þeirrar skoðunar að samningurinn sé góður og sjálfsagt mál sé að standa við skuldbindingar okkar Íslendinga. Að ríkisstjórnin hafi staðið sig vel og að allar tilraunir til að koma henni frá séu óráðlegar?

Ég hef gert nokkrar tilraunir til að lesa yfir samninginn. Skil hann ekki alveg og hef reyndar orðið var við að margir löglærðir menn, sem ég er ekki, túlka samninginn mjög ólíkt. Sama má segja um ýmsa hagfræðinga sem leggja mat á efnahagsleg áhrif samningsins, skoðanir virðast afar ólíkar. Hvernig er þá hægt að ætlast til þess að ég, aumur markaðsmaðurinn, geti tekið efnislega afstöðu til lagasetningarinnar. 

Mér finnst þetta álíka gáfulegt og að biðja mig um að ákveða vort krappameinssjúklingur eigi að fá lyf A eða meðferð B. Ég gæti eflaust valið annað hvort.

Ég spái því reyndar að ekkert verði af þessar þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnmálamenn munu skyndilega komast að því að samvinna er betri en sundrung. Áhættan sé einfaldlega of mikil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég geri athugasemd við síðustu málsgreinina.

Málið er komið úr lögsögu Alþingis og forseta.

Með beitingu 26. greinarinnar er málinu komið í hendur kjósenda. 

Þeir geta svo sem haldið áfram að hnoðast þarna fyrir mér en þá held ég að það fara að þyngjast hljóðið í fólki.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.1.2010 kl. 22:20

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mikið til í þessu, Þórhallur.

Þorsteinn, stjórnvöld geta og munu hugsanlega draga lögin til baka, líkt og gerðist með fjölmiðlafrumvarpið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2010 kl. 23:45

3 identicon

"Skil hann ekki alveg og hef reyndar orðið var við að margir löglærðir menn, sem ég er ekki, túlka samninginn mjög ólíkt".

Út af fyrir sig er þetta næg ástæða til að segja nei.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 01:49

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ágúst Valves Jóhannesson, skrifar eftirfarandi athugasemd á öðru bloggi:

"...lögin um ríkisábyrgð með fyrirvörunum er í gangi en í raun er verið að kjósa milli fyrirvaranna og þess samnings sem er til boða í dag. Segi maður "nei" á þjóðaratkvæðagreiðslu er maður þá í raun að kjósa fyrirvaranna en "já" þýðir núverandi samning."

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 02:50

5 identicon

Ef þú segir NEI = Fellur núverandi samningur niður, gamli samningurinn tekur gildi.  Bretar og Hollendingar sögðu nei við honum = hlýtur að vera betri fyrir okkur.
Gamli samn. slæmur líka - þessi óréttmætur vegna valdníðslu annars aðilans - gamli þá kannski líka = hægt að semja upp á nýtt síðar. Það var hvort eð er alltaf planið, með báða.

Stjórnin túlkar niðurstöðuna eins og henni sýnist, stjórnarandstaðan líka, þú líka (ég er á móti stjórninni/ég vil ekki borga krónu/ég vil hinn samninginn/ég vil hvorugan/ég er forsetahollur).
Svo fer fram sannfæringarkeppni.

"Ef ég segi JÁ er ég þá þeirrar skoðunar að samningurinn sé góður og sjálfsagt mál sé að standa við skuldbindingar okkar Íslendinga. "
Muna: ´Ekki borga´ þýðir ekki það sama og ´Ekki standa við skuldbindingar´. Fer eftir hvort krafan er réttmæt.
Ef þú segir já ertu ekki að því af því að þú viljir samninginn, heldur af því að hann er leið að öðru markmiði.
Samningsstaða okkar þegar reynt verður að semja upp samninginn seinna (sem verður reynt undir öllum kringumstæðum), verður slæm með tvísamþykktan samning (alþingi+þjóðaratkvæðagreiðsla).

Rétt hjá þér: það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla. Verður samið aftur áður ... NEMA fjölmiðlaumfjöllun þróist í aðra átt en nú er, og G. Brown telji sig vinsælli með því að spila hard ball.
Ég held að þá þurfum við að klúðra miklu.

gerdur (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 05:32

6 identicon

Það er dósent við HÍ sem lætur þetta blogg frá sér fara.

Það er ekki nema von að staðan í viðskiptalífi þjóðarinnar sé eins og hún er; höfundurinn skilur ekki einfalda hluti eins og þá, að með þjóðaratkvæðagreiðslunni verður einfaldlega spurt hvort tiltekin lög eigi að gilda eða ekki. Það er svo auðvitað hægt að reyna að draga einhverjar aðrar alyktanir af niðurstöðunni, en það hefur hins vegar ekkert með beinan tilgang atkvæðagreiðslunnar að gera. Ef þessi bloggfærsla er lýsandi fyrir ástandið í viðskiptadeildinni þá líst manni ekki á blikuna.

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 11:58

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Þórhallur. Þessar vangaveltur þínar sýna vel í hvaða stöðu hinn almenni borgari þessa lands, er þessa stundina. Um hvað á að kjósa og um hvað er deilt. Þetta mál er einmitt þess eðlis að það er ótækt í slíka atkvæðagreiðslu. Þarna er verið að kjósa um breytingu á gildandi lögum um milliríkjasamning. Gríðarlega mörg lagaleg álitamál eru þarna á ferðinni sem erfitt er að meta. Álit lögmanna hafa verið svo mismunandi að það hálfa væri nóg. Ég er því afar ósátt við forsetann að hafna því að skrifa undir þessi lög.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.1.2010 kl. 15:40

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Satt aðsegja held ég að þingið sem nú ætlar að setja okur lög um þjóðaratkvæðagreiðslur vilji helst sleppa því að bera þessi tilteknu lög undir þjóðina. Þú ert væntalega ekki einn um að afþakka þetta tilboð forsetans. Forsetinn valdi að horfa framhjá þeirri staðreynd að alþingi felldi með nafnakalli tillögu um þjóðaratkvæði. Forsetinn treysti ekki dómgreind ríkisstjórnarinnar. Forsetinn tók völdin með eftirminnilegum hætti. Forsetinn getur ekki kjaftað sig frá þessu þegar fram líða stundir.

Gísli Ingvarsson, 8.1.2010 kl. 17:07

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er kominn tími til að almenningur vakni og fari að fylgjast með málum sem þeim kemur við og ræður úrslitum um kjör okkar allra en ekki bara sumra. Virðum þjóðfélagsþegnana alla og þeirra ákvörðun! Var það ekki gert þegar þegar fólk var kosið á þing? Var þá hægt að treysta íslensku þræla-þjóðinni?

Já sæll, eigum við að ræða þetta eitthvað nánar? "Pétur Jóhann Sigfússon" (Ólafur Ragnar)

Fólkið er þjóðin þótt sumir hafi komið með aðrar fullyrðingar á fundi eitt sinn einhversstaðar og reyna að halda áfram á sömu braut. Gleymum því gott fólk. Þessi setning er fallin úr gildi samkvæmt þjóðfundinum okkar! Þar talaði þverskurður þjóðarinnar fyrir réttlæti, virðingu og kærleika. Höldum því áfram!

Sumir ætla að þverskallast við að viðurkenna og kyngja þessari staðreynd.

Það er fokið í gömlu flokka-klíku-svika-skjólin gott fólk. Nú þurfum við öll að fara að moka sameiginlegum skít þjóðarinnar burt og skammast okkar fyrir ósanngjarnar flokka-klíku-hugleiðingar á þessum erviðu tímum.

Því fyrr sem fólk almennt áttar sig á því, því betra fyrir Íslendinga alla.

Ísland er bara baggi á mér og mínum ef ekki fara að gilda löglegar og siðferðislegar aðferðir í stjórn landsins. Hvers vegna á ég að búa í mafíuríki? Hvað réttlætir það fyrir mig og mína? Þarna komum við að því að nota vitið sem okkur var gefið til að taka siðferðislega, sjálfstæða, ábyrga á skoðun okkar afstöðu með þjóðarhag að leiðarljósi.

Ég fer frá Íslandi ef þetta verður áfram mafíuríki! Hvers vegna  ekki? Mafía er andhverfa mannúðar og hjálparstarfs, sem er mitt áhugamál ef ég hef heilsu til að gera eitthvað annað en ekki neitt.

M.b.kv. Anna.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.1.2010 kl. 19:58

10 identicon

Skoðun þeirra, sem eru ósáttir við forsetann og líta svo á að erfitt muni reynast að fá botn í hvað kjósa skuli um í þjóðaratkvæðagreiðslunni, kallar vissulega á nokkra samúð.

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 21:32

11 identicon

Smá veruleikatékk, fyrir þá sem vildu helst að sumir hlutir hefðu aldrei gerst, en sem hafa gerst:

Forsetinn vísaði málinu til þjóðarinnar.
Framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla.
Hvort núgildandi lög halda gildi sínu eða ekki ræðst af Já-um og Nei-um í kosningunni.
Auð atkvæði telja ekki fyrir þessa niðurstöðu.

Niðurstaðan verður að önnur lög af tveimur verða í gildi: gömlu eða nýju.
Gömlu hljóta að vera betri fyrir okkur. (Þau gilda samt ekki fyrr en Bretar og Hollendingar samþykkja þann díl.)

Ef menn gangast undir rök stjórnar/-andstöðu að já-atkvæði gildi vantraustsyfirlýsingu = kúgun af þeirra hendi. Menn neyddir til að kjósa um annað en kosning hljóðar upp á. Óréttmætt. 

Mörg þeirra raka sem stjórn hafði fyrir að það yrði að samþykkja nýju lögin (hún sjálf vill í raun ekki lögin) hafa fallið: viðbrögð frá  AGS o.fl. miða við að hefðum við fellt lögin nú þegar = sumum spurningum við afleiðingum þess að fella lögin úr gildi hefur þegar verið svarað.

Þetta var plan A.
Plan B er að samið verði áður en að kosningu kemur.
Af plani B þurfum við ekki að hafa áhyggjur. Í bili.

gerdur (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 22:35

12 identicon

"... sú skoðun finnskra yfirvalda að Ísland verði að standa við skuldbindingar sínar til að fá aðstoð frá Norðurlöndunum." (mbl.is 08.01 2010)

Enn á eftir að koma mönnum í skilning um að það að láta gömlu lögin frekar gilda en þau nýju (þ.e. að fella nýju lögin) - sé að standa við skuldbindingar sínar.

Mér sýnist að þeir sem loksins kynna sér málin hafi almennt komist að þeirri niðurstöðu að fyrri samningur sé alveg að ´standa við skuldbindingar sínar´ - og rúmlega það.

Neikvæð viðbrögð sem spáð er að verði ef núverandi samning verður felldur, virðist miðast við að stjórnir annarra ríkja misskilji málið.
Ef menn ætla að láta útkomu samninganna byggja á kúgun, í skjóli misskilnings alþjóðasamfélagsins - nú þá fáum við bara það sem við verðskuldum.
Mér fyndist það frekar klén niðurstaða.

gerdur (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:05

13 identicon

Leiðrétting í aths. 11: meinti ´nei-atkvæði´

gerdur (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband