Sáttin!

Stjórnmálamenn keppast nú við að sannfæra almenning um að mikill vilji sé þeirra á milli að ná sátt um lausn IceSave málsins. Sumir myndu nú segja að tími hafi verið til kominn.

En um hvað er sáttin? Hvað er það sem gerir það að verkum að þessu ágæta fólki, sem rifist hafa eins og hundur og köttur í marga mánuði, telja allt í einu núna mikilvægt að ná sáttum í málinu?

Getur verið að þau óttist þjóðaratkvæðagreiðslu og vilji leggja mikið á sig til að koma í veg fyrir hana? Er það í lagi? Á þjóðin ekki rétt á því að fá að tjá sig um málið úr því málinu var vísað í þennan farveg? Sjálfur tel ég þetta mjög óheppilegt mál fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. En það skiptir ekki máli núna. Samkvæmt stjórnarskrá hefur málinu verið vísað í þennan farveg og því eðlilegt að ganga þá götu til enda!

Ég spái því enn að ekkert verði af þjóðaratkvæðagreiðslu. Sátt mun nást meðal þinganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hefur þú séð skilaboðin úr Móunum í dag - Reykjavíkurbréf eftir Davíð Oddsson. Svo er Sigmundur Davíð farinn að tala um að fresta samningum þar til eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þetta snýst því miður enn í hringi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband