Að gagnrýna skýrsluna!

Hér fyrr í dag skrifaði í færslu sem bar yfirskriftina "Má gagnrýna skýrsluna". Færslan var löng og ígrunduð og ég óskaplega ánægður með hana. Þegar ég ætlaði að vista og birta færsluna þá hvarf hún. Vistaðist ekki né birtist!

Þetta er líklega ágætt svar við spurningunni. Það er líklega ekki ætlast til þess að skýrslan sé gagnrýnd. Læt því vera að endurtaka færsluna. Er einnig dálítið forlagatrúar. Líklega er tilgangur með öllu. Kannski var færslan ekki eins góð og ég taldi. Hver veit.

Það er þó eitt atriði sem ég er hugsi yfir. Í 8. bindi skýrslunnar er háskólafólk gagnrýnt fyrir gagnrýnislausa umfjöllun um hina svokölluðu útrás og starfsemi bankanna. Þetta þykir mér heldur ómaklegt. 

Í fyrsta lagi þá er háskólafólk mjög fjölbreyttur hópur. Mjög margir hafa afar litlar forsendur til að fjalla um viðskipta- og eða efnahagsmál. Það fólk verður seint sakað um áður nefnt gagnrýnisleysi enda fylgja flestir því viðmiði að tala fyrst og fremst um það sem viðkomandi þekkir og hefur vit á.

Eftir stendur að innan Háskóla Íslands eru margir sem hafa forsendur til að fjalla um þessi mál, t.d. sumir kennarar viðskiptafræðideildar og hagfræðideildar (áður viðskipta- og hagfræðideildari). Lausleg athugun mín bendir til þess að menn eins og Ársæll Valfells lektor í viðskiptafræði, Gylfi Magnússon dósent í fjármálum, Vilhjálmur Bjarnason lektor í fjármálum, Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði og Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði hafi allir komið fram með gagnrýni eða lýst áhyggjum sínum af stöðu mála árin 2007-2008.

Það var hins vegar ekki mikil stemmning fyrir gagnrýni á þessum tíma. Hvorki innan bankakerfisins né á stjórnarheimilinu. Jafnvel var gengið svo langt að gagnrýna menn fyrir að vera að gagnrýna og þeir þá sakaðir um að grafa undan velgengninni með óþarfa neikvæðni sem fyrst og fremst benti til þess að þeir vissu ekkert hvað þeir væru að tala um.

Steininn tók svo úr þegar Gylfi Magnússon lýsti því yfir að bankakerfið væri tæknilega gjaldþrota. Alþingismenn, ráðherra og bankastjórar beinlínis réðust gegn Gylfa í fjölmiðlum með alls konar yfirlýsingum um hæfni, eða öllu vanhæfni, dósentsins.

Það er því kannski einhver ástæða fyrir því af hverju háskólafólk hugsar sig vel um áður en stjórnvöld eru gagnrýnd. Það er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að velta fyrir sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Því miður eru þessar ábendingar þínar ekki einu gallarnir á skýrslunni - en það má ekki gagnrýna hana - sérstaklega ef maður er Sjálfstæðismaður - þá er verið að ausa skít -

Ég ætla því ekki að taka undir neinar af þeim ábendingum sem hafa komið fram um rangfærslur í skýrslunni -

Ég ætla ekki heldur að nefna þá furðulegu staðreynd að þingið samþykkti að hvað svo sem kæmi frá skýrsluhöfundum mætti ekki gera þá ábyrg orða sinna eða skrifa.

Semsagt - fólkið sem er að kalla aðra til ´byrgðar eftirá er ekki ábyrgt gerða sinna og getur látið hvað sem er frá sér.

Þau eru semsagt ósnertanleg - fullkomin -

En ég ætla semsagt ekki að gagnrýna þetta fyrirkomulag.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.4.2010 kl. 03:19

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Varðandi svona "vinnutap" vegna tapaðra færslna sem hvorki birtast né vistast, þá vista ég alltaf "uppkastið" ef ég er lengur en 5-10 mínútur að bjástra við færsluna.

Það er svo asskoti fúlt þegar gott verk glatast, en það glatast bara er verkið er verulega gott (að manns eigin áliti

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband