Jón G Hauksson hneykslaður!

Í morgunútvarpinu í morgum kom fram að ritstjóri Frjálsrar verslunar er hneykslaður á því hvað laun sumra, sérstaklega bankamanna, hafa lækkað lítið. Það kann vel að vera rétt að laun hefðu átt að lækka meira en raun ber vitni. Mér finnst það þó ekki eiga að vera markmið í sjálfu sér, gott ef menn fá góð laun fyrir góða vinnu.

Mér finnst miklu áhugaverðara að sjá hve margir virðast hafa ótrúlega lág laun. Þetta á ekki síst við um svo kallað listafólk sem margt hvert virðist hafa ótrúlega lítið upp úr krafsinu. Margir með lægri laun en atvinnuleysisbætur og sumir með lægri laun en sem nemur félagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg.

Ég tek fram að ég hef ekkert sérstakt horn í síðu listafólks. Skil bara ekki hvernig þetta fólk kemst af. Það eru einhver takmörk fyrir því hve langt maður kemst á andans auðæfum. Auðvitað læðist að manni sá grunur að hér sé ekki allt eins og það á að vera. Kannski væri ráð að skoða það áður en farið er út í að hækka skatta á almenna launþega. Hugsanlega kæmi eitthvað út úr því. Hugsanlega ekki.

Sé þetta hins vegar það sem þetta ágæta fólk uppsker fyrir sína miklu vinnu þá eiga þau alla mína samúð. Þetta bara hlýtur að vera erfitt líf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála að fólk eigi að fá góð laun fyrir vinnu sem skilar fyritæki arði.

En, er hjartanlega sammála ritstjóra Frjálsrar verslunar um að fullt að þessum forstjórum, sem vinna hjá fyrirtækjum sem hafa hrunið eigi ekki að vera með 2-10 milljónir á mánuði.

Skil ekki prinsippið þar að bakvið.

Varðandi listafólkið, já þar þyrfti að skoða vel, eins eru sumir íþróttamenn með hallærislaga lág laun.

Kveðja

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband