Þjóðfundurinn!

Ég var svo heppinn að fá að koma að framkvæmd Þjóðfundarins sl. laugardag. Var í hlutverki borðstjóra, eða lóðs eins og það er kallað, og vann með mörgu ólíku fólki yfir daginn.

Það sem kom skemmtilega á óvart var hve margir eru sammála um mörg grundvallaratriði. Kannski ekki margt sem koma á óvart en það held ég að hafi svo sem ekki verið markmiðið með fundinum. Stundum komu fram skemmtileg sjónarmið sem endurspegluðu fyrst og fremst hagsmuni þess er setti það fram. Þannig taldi sá yngsti á borðinu mikilvægt að endurskoða áfengislöggjöfina á meðan sá elsti lagði áherslu á lífeyrismál.

Það sem hefur vakið athygli mína er hve margir virðast reiðubúnir til að hafa efasemdir um að eitthvða hafi komið út úr þessum fundi. Í umræðunni þykir mér sumir ekki átta sig á hvað Þjóðfundurinn er og það sem er ekki síður mikilvægt, hvað hann er ekki.

Að mínu viti er Þjóðfundurinn samtal. Þarna kemur saman úrtak þjóðarinnar og ræðir ýmsar áherslur sín á milli. Það var ekki hlutverk Þjóðfundar að taka ákvarðanir um efnisinnihald né að útfæra þær hugmyndir sem fram komu. Ég gat ekki betur séð en að margir þátttakendur væru mjög ánægðir með fundinn. Því held ég að mikið hafi komið út úr honum. 

Það er svo annara að nýta sér, eða ekki, þær hugmyndir og áherslur sem fram komu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þórhallur,

Takk fyrir lýsinguna á upplifun þinni af Þjóðfundinum. Já okkur varðar öll um það sem fór þar fram. Þó fólk sé ólíkt þá stendur einlægnin alltaf framarlega sem kostur einstaklings. Held að flestir hafi unnið af einlægni á þessum fundi, sem er sennilega einn einlægasti fundir síðari ára.

Sem frambjóðandi til stjórnlagaþings er ég þegar farin að huga að því sem sett var fram á Þjóðfundinum, enda mun hann verða undirstaða fyrir stjórnlagaþingið. Vona innilega að þeir kandídatar sem ná inn á stjórnlagaþingið verði jafn einlægir og þú lýsir í greininni þinni. Frambjóðandi - 7462

Sólveig Dagmar Þórisdóttir

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 00:49

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það verður víst enginn eignaréttur til eftir þjóðfundinn. Alla vega er ekki minnst á hann.

Ekkert minnst á fjárlög eða svoleiðis.

Það á víst allt að vera ókeypis

Þorsteinn H. Gunnarsson, 9.11.2010 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband