Rétt, sanngjarnt og gerlegt

Ég lendi stundum í því að þurfa að taka vandasamar ákvarðanir. Það á eflaust við um marga aðra. Sumar ákvarðanir eru vandasamari en aðrar og hef ég tamið mér að gera það sem ég held að sé RÉTT, SANNGJARNT OG GERLEGT á hverjum tíma. Þetta þrennt fer reyndar ekki alltaf saman.

Sjónvarpsþátturinn "Saga af stríði og stolnum gersemum" sem sýndur var á RÚV sunnudagskvöldið 31. október fannst mér nokkuð merkilegur. Átti reyndar í dálitlu basli með að átta mig á því um hvað þátturinn var en smátt og smátt þá rann það upp fyrir mér. Svo virðist sem á Íslandi sé þýfi úr dómkirkjunni í Coventry! Um er að ræða glugga úr kirkjunni sem teknir voru úr til að forða þeim frá eyðileggingu vegna yfirvofandi loftárása. Af einhverjum ástæðum þá enduðu þessir gluggar á Íslandi og gegna sumir sínu upprunarlegu hlutverki, þ.e. eru gluggar í kirkju, en aðrir eru í geymslu og eru víst búnir að vera þar lengi fáum til yndis eða ánægju.

Nú er úr vöndu að ráða. Hvað ætli sé RÉTT, SANNGJARNT OG GERLEGT í þessari stöðu? Í mínum huga er það nokkuð augljóst. Að sjálfsögðu á að skila þessu til baka. Alveg eins og við vildum fá handritin okkar til baka á sínum tíma. Okkur væri ekkert annað en sómi af þvi að skila þessum gluggum til þeirra sem, að því er virðist, teljast réttir eigendur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband