Rannsóknamiðstöð

Sett hefur verið á stofn Rannsóknamiðstöð um markað- og þjónustufræði.

Rannsóknamiðstöðin er vettvangur fyrir fræðilegar og hagnýtar rannsóknir á sviði markaðs- og þjónustufræða. Markmiðið er að vinna að vönduðum og viðurkenndum rannsóknum og miðla niðurstöðum á viðeigandi vettvangi. Ennfremur að þjóna íslensku atvinnulífi með vönduðum rannsóknum er tengjast fyrirtækjum og stofnunum og starfsumhverfi þeirra.

Hlutverk Rannsóknamiðstöðvarinnar er að: 

  1. Stunda fræðilegar rannsóknir er tengjast stefnumótun markaðsmála, vörumerkjastjórnun, markaðshneigð, siðferðilegum álitaefnum í markaðsstarfi, kauphegðun, þjónustuhegðun, þjónustuþróun, þjónustuumhverfi og þjónustugæðum.
  2. Stunda hagnýtar rannsóknir er tengjast markaðsgreiningu, vörumerkjagreiningu, atvinnuvegagreiningu, samkeppnisgreiningu, þjónustugreiningu og þjónustugæðum.
  3. Vera bakland kennslu í markaðs- og þjónustufræðum og eiga þátt í þjálfun nemenda í rannsóknum á sviðinu.
  4. Sinna tengslum og efla samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði markaðs- og þjónustufræða.
  5. Gangast fyrir atburðum á sviði markaðs- og þjónustufræða.

Rannsóknamiðstöðin starfar undir regnhlíf Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands. Stjórn miðstöðvarinnar eru skipuð 3-5 áhugasömum einstaklingum um rannsóknir á sviðinu. Hana skipa nú Auður Hermannsdóttir aðjúnkt og forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, Friðrik Eysteinsson aðjúnkt, Runólfur Smári Steinþórsson prófessor og Þórhallur Guðlaugsson dósent.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband