Sumarnámskeið

Fyrir stundu sendi viðskiptafræðideild svo hljóðandi fréttatilkynningu.

 

FRÉTTATILKYNNING

Sumarnámskeið Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands

 

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða nemendum amk 4 sumarnámskeið og til að gera það mögulegt hafa kennarar ákveðið að gefa vinnu sína.

Þau námskeið sem boðin verða eru Vöruauðkenni og viðskiptatengsl, Vinnumarkaðurinn og þróun hans, Utanríkisverslun og Stefnumótun fyrirtækja. Viðskiptafræðideild gerir ráð fyrir að 100-200 nemendur vilji nýta sér þetta tilboð en kennsla mun fara fram á íslensku. Framhaldsnemar geta nýtt sér þessi námskeið og skrifa þá sérefnaritgerð til viðbótar við það sem nemendur í grunnnámi gera.

Viðskiptafræðideild er elsta viðskiptadeild á Íslandi og ein stærsta deild Háskóla Íslands með um 1.400 nemendur. Þar ef eru 752 í grunnnámi og 656 í framhaldsnámi. Deildin er langstærsta framhaldsdeildin í skólanum með um 21% af öllum nemendum í framhaldsnámi.

Með þessu vill viðskiptafræðideild og starfsfólk hennar koma til móts við þarfir nemenda en könnun meðal þeirra sýnir að stór hluti gerir ekki ráð fyrir að fá sumarvinnu nú í sumar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband