Þetta ætla ég að kjósa!
24.4.2009 | 22:14
Nú er kominn tími til að taka ákvörðun.
Mér hefur fundist allir flokkar hafa brugðist. Hver með sínum hætti. Þau tvö nýju framboð sem nú bjóða fram tel ég ekki nægilega öflug. Var reyndar dálítið hrifinn af Borgarahreyfingunni. Fór og skoðaði fólkið og jafnaði mig. Ein leið væri þá að kjósa ekki. Önnur að skila auðu. Hvorug huggnast mér.
Fjórflokkarnir eru þá eftir. Í þeim öllum er gott fólki. Einnig fólk sem ég tel að eigi ekkert erindi á Alþingi Íslendinga. Það er auðvitað bara mín skoðun. Ég hef því komist að niðurstöðu með hvaða hætti ég ætla að kjósa. Kalla aðferðinna "Minnstu summu útstrikana". Aðferðin gengur einfaldlega út á það að ég ætla að kjósa þann flokk þar sem ég tel mig þurfa að strika fæsta út af efstu fimm frambjóðendum.
Ég er í Reykjavík Suður. Ef ég byggi nokkur hundrum metrum norðar væri ég í Reykjavík Norður. Lýst eiginlega betur á það fólk. Sýnist ég einnig myndi kjósa annan flokk ef svo væri. Suðurliðið virðist slappara.
Nú þarf ég að skoða listana og strika út. Hvað út úr því kemur skýrist í kjörklefanum!
Svo mun ég auðvitað halda með mínum mönnum. Áfram X-?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.