Niðurstaðan

Nú liggur niðurstaðan fyrir (sjá kosningavef Rúv).

Framsókn fær 9 fulltrúar, Sjálfstæðisflokkur 16, Borgarahreyfingin 4, Samfylkingin 20 og Vinstrihreyfingin 14. Samtals eru þetta 63 fulltrúar eins og alþjóð er kunnugt. Meirihluti er því 32 fulltrúar eins og flestir hafa áttað sig á.

Þetta þýðir að núverandi ríkisstjórn heldur velli. En þurfa menn ekki að vera nokkuð sammála um veigamikil mál, eins og t.d. um það hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu? 

Ég er einn af þeim sem er sammála því að það eigi að sækja um aðild. Ég er hins vegar ekkert sannfærður um að það eigi að ganga í Evrópusambandið. Það fer auðvitað eftir því hvað er í boði. Hvað við fáum og hvað við þurfum að láta af hendi í staðinn. Eina leiðin til að finna út úr því er að ganga til samninga. Kannski kemur í ljós að innganga er ekki góður kostur. Kannski kemur í ljós að það sem við fáum er meira virði en það sem við þurfum að láta af hendi. Hvað veit ég! Tel því gott og skynsamlegt að á þetta verði látið reyna. 

Við eigum auðvitað ekki að vera eins og karlinn í sögunni um tjakkinn sem margir kannast við. Það er mjög auðvelt að tala sig upp (eða niður) í það að aðild að Evrópusambandinu hljóti að vera slæm. Það er eins og að horfa á fjall og komast að þeirri niðurstöðu að maður komist örugglega aldrei nema hálfa leið. Þess vegna borgi sig ekki að leggja af stað.

Eigum við ekki frekar að setja okkur markmið og leggja af stað? Kannski verður niðurstaðan sú að fjallið sé brattara og lengra en við töldum. Þá snúum við bara við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband