Hvar var verkalýðshreyfingin?

Ég starfaði lengi sem verkamaður og mun ætíð í einhverjum skilningi skilgreina mig sem verkamann. Tel reyndar að flest okkar séum verkafólk þar sem of fáar kynslóðir eru síðan að meginþorri vinnuafls hafði lífsviðurværi sitt af verkamannastörfum. Sumir eiga erfitt með að kannast við það.

Fyrir mörgum árum, þá starfandi sem verkamaður, upplifði ég að verkalýðsforystan hafði meiri áhuga á sér en mér. Eftir það ákvað ég að vinna alltaf mikið 1. maí. Það hefur ekkert breyst. Vinn reyndar mikið alla daga en það er önnur saga. Það gera reyndar margir og ekkert merkilegt við það.

Í byltingunni var það alþýða fólks sem krafðist þess að gerðar yrðu breytingar. Við þekkjum hver niðurstaðan varð. Hún stendur reyndar enn sú krafa að hér verði gerðar margar kerfisbreytingar. Sumar þeirra snúa að verkalýðshreyfingunni, samskiptum hennar við vinnuveitendur og aðkomu að lífeyrissjóðum landsmanna. 

Mér fannst einnig undarlegt að verkalýðshreyfingin hefði ekki séð ástæðu til að taka þátt í byltingunni. Hún gerði það reyndar eftir á, þegar allt var um garð gengið. Hélt reyndar einn fund sem mjög fáir virtust hafa áhuga á. Annars var hún stikkfrí og vísaði til einhvers undarlegs samkomulags við ríkisstjórnina um frið á vinnumarkaði.

Getur verið að verkalýðshreyfingin sé hluti af því kerfi sem fólkið var að mótmæla? Getur verið að vegna tengsla sinna við ríkjandi öfl og kerfi þá hafi forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki getað tekið þátt í mótmælunum? Þeir séu einfaldlega hluti af því sem fólkið var að mótmæla?

Ég ætla að hugsa um þetta í dag á meðan í vinn.

Svo ætla ég aðeins að undirbúa mig undir tónleikana hjá Karlakór Kjalnesinga laugardaginn 2. maí kl. 16 í Digraneskirkju. Nánar um það hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband