Á eftir vetri...

...kemur vor!

Þetta er mikilvægt að hafa í huga. Þó svo að veturinn sem framundan er kunni að verða harður og erfiður þá má ekki gleyma því að á eftir vetri kemur vor. Það er því alls ekki rétt að haga öllum aðgerðum eins og að um sífrera sé að ræða. Það mun birta til. Það þarf bara að þrauka og vinna sig í gegnum erfiðleikana með markvissum aðgerðum og umfram allt samstöðu þeirra sem að koma. Vonandi bera hlutaðeigandi gæfu til þess.

Því má ekki gera neitt sem skaðar innra skipulag samfélagsins varanlega. Við gætum þurft að herða sultarólarnar og neita okkur um ýmsan þann munað sem við höfum getað veitt okkur sl. ár. Sumir reyndar meir ein aðrir en látum það liggja á milli hluta í augnablikinu. Það má því ekki fara á taugum eins og kallað er. Það þarf að skilgreina raunveruleg verðmæti í samfélaginu og vernda þau. Annað kann því miður að þurfa að víkja. Á endanum mun birta á ný.

Eftir sem áður er barnalegt að láta sem ekki sé vetur framundan. Það er einnig ábyrgðarlaust að búa sig ekki undir hann. Þeir sem fara léttklæddir inn í veturinn munu skaðast. Því miður sýnist mér einhverjir ætla að gera það. Aðrir hafa lítil tækifæri til að undirbúa sig. Samfélagið þarf að taka utan um þá. 

Hver og einn þarf því að sýna tiltekna ábyrgð. Bæði þarf fólk að taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni hegðun en einnig að sýna tiltekna samfélagslega ábyrgð. Því miður sýnist mér sumir alls ekkert skilja hvað það er. Mér eru minnisstæð orð Sigurbjörns biskups þegar hann talaði um að vandi okkar kynni að liggja í því að of margir eru miklu meðvitaðir um rétt sinn en skyldur. 

Mér finnst nokkuð mikið til í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttur og skyldur verða að fara saman svo samfélaginu vegni vel.

Kveðja,

Eirný

Eirný (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Jón Ingvar Jónsson

"Því má ekki gera neitt sem skaðar innra skipulag samfélagsins varanlega."

Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skaða innra skipulag samfélagsins varanlega. Bestu kveðjur, Jón Ingvar Jónsson.

Jón Ingvar Jónsson, 3.8.2009 kl. 01:27

3 identicon

Innra skipulag er eitthvað sem tekur langan tíma að byggja upp. Hér má  ekki rugla saman innra skipulagi og hegðun einhverra einstaklinga í samfélaginu. Það þarf að skoða þá hegðun.

Innra skipulag er t.d. menntakerfið, samgöngumál, menningarmál, heilbrigðiskerfið o.s.frv. Að sjálfsögðu er ekkert sem kemur í veg fyrir að endurskoða og endurskipuleggja einstaka málaflokka. Þannig liggur t.d. fyrir að ýmislegt innan fjármálakerfisins þarf að endurskoða og eftir því sem ég kemst næst þá er verið að vinna að því.

Þórhallur Guðlaugsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband