Ímynd Íslands

Nokkuð hefur verið rætt um ímynd Íslands í kjölfar bankahrunsins. Flestir sem um þetta ræða telja að ímyndin hafi skaðast og langan tíma taki að byggja hana upp. Fæstir hafa þó einhverjar mælingar til að styðast við í umræðunni og virðast byggja þessa skoðun sína á tilfinningu og/eða samtölum við þröngan hagsmunahóp. Með þessu er ég ekki að halda fram að ímyndin hafi ekki breyst í kjölfar efnahagshrunsins. Það er mjög líklegt að það hafi gerst.

Ég hef fengist við mælingar á ímynd í nokkur ár. Það er margt í tengslum við ímynd sem þarf að hafa í huga þegar lagt er mat á hana, s.s. eins og hvernig hugtakið tengist öðrum hugtökum eins og skynjun og viðhorfi. Þeir sem vilja kynna sér þetta betur geta lesið greinar á heimasíðunni minni en þar má finna fræðilegt mat á ímynd banka, skóla og stjórnmálaflokka.

Ég og félagi minn og fyrrum nemandi, Gunnar Magnússon, fengum birta grein í ráðstefnuriti Academy of Marketing Science en ráðstefnan var haldin í Osló í júlí sl.  Þar kynnum við niðurstöður rannsóknar á ímynd Íslands meðal ferðamanna á Íslandi sumarið 2008. Þeir sem hafa áhuga á greininni getað séð hana hér undir ritrýndar ráðstefnugreinar. Lengri útgáfu má nálgast á vef Viðskiptafræðistofnunar hér undir útgáfa 2008.

Nú vill svo vel til að verið er að endurtaka þessa rannsókn. Þá gefst tækifæri til að leggja mat á það hvort efnahagshrunið hafi haft einhver áhrif á ímynd Íslands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get gefið þér smækkaða mynd af ímynd Íslands erlendis.  Þannig er mál með vexti að ég bý erlendis á nokkurs konar ellimannanýlendu.  Þar bjuggu mörg þjóðarbrot í sátt og samlyndi.  Svo þegar upp komst um icesave-reikningana, þá ber svo við að það sem áður var í samneyti "lítið og léttvægt",  er stórmál í dag.  Því miður er þetta staðreynd.  Það eru ekki margir sem vilja hafa viðskifti við íslendinga í dag.

J.þ.A (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 16:10

2 identicon

Það þekkja engvir Ísland úti í hinum stóra heimi nema fámennar grúppur.  Ekki það að ég sé að draga úr skaða okkar.

itg (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 19:20

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ímynd landsins sem ferðamannalands er líklega ólík ímynd landsins sem traustrar fjármálamiðstöðvar.  Hvað með ímynd íslenskrar stjórnmálamanna og stjórnsýslu hjá alþjóðastofnunum og starfsmönnum hennar?  Hver er svo ímynd Íslands hjá hinum Norðurlöndunum?

Sú staðreynd að ekkert land stendur með okkur í Icesave og enginn vildi vera milligöngumaður í þeirri deilu segir meir en  margar rannsóknir.  Vandamálið við það að mæla ímynd er að fólk erlendis er oft kurteist og er oft ekki að segja hvað því finnst í raun og veru.

Þetta er sama vandamálið og þegar meðmæli eru tekin af fólki hjá fyrrverandi vinnuveitenda.  Allir tala undir rós. 

Erfitt viðfangsefni.

Andri Geir Arinbjarnarson, 6.8.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband