Á milli skips og bryggju
10.9.2009 | 18:14
Fréttir af auðugum Japönum sem komu hingað til lands sl. haust og vildu fjárfesta hefur vakið athygli mína. Þetta voru víst enginn smámenni og höfðu áhuga á að fjárfesta fyrir lítinn milljarð dollara. Það eru rúmir 120 milljarðar ísl. króna. Eitt og annað sem má gera fyrir þá peninga.
Fjármálaráðherra kannaðist hins vegar ekki við málið. Dreg það ekki í efa. En að ástæðan hafi verið sú að erindið hafi fallið milli skips og bryggju finnst mér dálítið undarleg.
Ef 120 milljarðar geta fallið milli skips og bryggju í þessu annars ágæta ráðuneyti, hvað þá með smærri upphæðir og önnur minniháttar mál?
Held að ráðherra, sem alla jafna hefur munninn fyrir neðan nefið, hafi þarna orðið alvarlegur fótaskortur á tungunni.
Svo er það auðvitað til umhugsunar hver það var sem upplýsti ráðherra EKKI um erindið ef þetta var þá eitthvert erindi yfir höfuð.
Athugasemdir
Segir þetta ekki allt sem segja þarf um íslenska pólitíkusa?
FrizziFretnagli, 10.9.2009 kl. 20:31
Kannski lenti það bara milli steins og sleggju.
Eygló, 11.9.2009 kl. 00:50
Góðan dag
Þessi frétt að erindi sem sannarlega barst ráðuneytinu finnst ekki en öll bréf eru bókuð í svokallaða bréfabók og ætti því að vera hægt að finna það.Þótt skipt sé um ráðuneytisstjóra og ráðherra þá væri nú skárra áð stjórnsýsla viðkomandi ráðuneytis hryndi yfir nótt.Það eru einhverjar aðrar skýringar á þessu máli og ber Fjármálaráðherra að upplýsa þjóðina hver hún raunverulega er.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 10:24
Þessir japanar hafa líklega verið meðal margra sem gerðu sér hingað ferð á brunaútsölu en höfðu ekki erindi sem betur fer.
Björn S. Lárusson (B.Lár) (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.