Sá yðar sem syndlaus er...

 Eins og flestum er eflaust kunnugt hefur Magnús Árni Skúlason sagt sig úr bankaráði Seðlabankans í kjölfar ásakana um að hann hafi ætlað að greiða fyrir aflandsviðskiptum með gjaldeyri og vinna þannig gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar með gjaldeyrishöftum. Ásakanirnar virðast koma frá MBL og endurfluttar í fleiri miðlum.

Satt best að segja þykir mér þetta óþarfa viðkvæmni hjá Magnúsi. Það að fjölmiðill kjósi að fjalla um athafnir einstaklinga með sínum hætti er einfaldlega bara eitthvað sem opinber persóna þarf að sætta sig við. Seta í bankaráði Seðlabankans gerir persónuna á vissan hátt opinbera. Þess vegna er mjög mikilvægt að slíkar persónur vandi sig.

Birkir J Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Magnúsar rétta, en Magnús var fulltrúi Framsóknar í bankaráðinu, og Hallur Magnússon sér sérstaka ástæðu til að hrósa Magnúsi fyrir afsögnina á blogg síðu sinni. Sú færsla endar á orðunum:

Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!

Getur verið að hér hafi Hallur hitt naglann á höfuðið? Getur verið að allt of margir tengist allt of mörgu sem misjafnt má telja, að nánast útilokað sé fyrir nokkurn mann að taka á málum hér? Getur verið að þeir seku, hverjir svo sem það eru, hafi gætt þess að gera sem flesta þá meðseka sem einhvern tíma í framtíðinni gætu tekið upp á því að gagnrýna þá?

... eða getur verið að við séum bara almennt í ólagi? Hér hafi orðið e.k. siðrof sem geri það að verkum að við erum fullkomlega ófær um að taka á þeim málum sem taka þarf á í tengslum við efnahagshrunið?

... og hvað gera bændur þá? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært myndband,en í sambandi við framsóknarmannin í seðlabankanum,er þetta ekki svona eins og framsóknarmennskan er,eitthvað vafasamt. 

magnús steinar (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 10:55

2 identicon

Nei það er ekkert vandamál að finna gáfaða og heiðarlega Íslendinga til að taka við stjórn landsins, hins vegar þarf að leita út fyrir hefðbundna klíku glæpamanna til að finna þá.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 14:36

3 identicon

Það myndi hjálpa okkur öllum ef við leyfðum erlendum sérfræðingum að koma að málum hér.

Sigurður Þórðarson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 15:17

4 identicon

Magnús Árni er einn sá heiðarlegasti maður sem ég hef kynnst um ævina..

Og væri óskandi að jafn færir menn og hann væru við stjórnvölin í málum sem snerta landið okkar og þjóð..

Leiðist mér að þurfa að bera hendur fyrir höfuð mér þegar annar eins öðlingsmaður er til umræðu.

Lítum okku nær og á fólkið sem situr í stólum í alþingi Íslendinga.. Hvaða lið er það eiginlega.. ???? jiiiminn eini...

Bíðið aðeins meðan ég æli..!

Góðar stundir..

Valdís

Valdís Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband