Magnaður Mogginn!

Eins og kunnugt er hefur ritstjóra Morgunblaðsins verið sagt upp störfum. Þegar stefna og áhersla eigenda og stjórnanda fara ekki saman er út af fyrir sig ekki óeðlilegt að eigendur kjósi að skipta um mann í brúnni. Raunar verður að álíta það grundvallar rétt eigenda.

Hver svo stefna og áherslur nýrra eigenda er liggur svo sem ekki fyrir. Ekki heldur hver tilgangur þeirra með reksri blaðsins er. Er hugmyndin eingöngu sú að um verði að ræða vettvang sem skapar tekjur með sölu auglýsinga eða er miðlinum ætlað eitthvert annað og æðra hlutverk?

Mogginn hefur verið til í nokkur ár. Við stofnun virtist sem eigendur hefðu skýra sýn á tilgang og áherslur blaðsins. Til gamans eru hér brot úr ritsjórnarpistli fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins sem koma út 2. nóvember 1913.

" Dagblað það, sem hér byrjar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemtilegt og lipurt ritað fréttablað. Reykjavíkurbær hefir enn eigi eignast slíkt blað, þó þörfin hafi verið mikil um mörg ár og mörg nauðsynleg skilyrði hafi þegar verið fyrir hendi. Stjórnmálabarátta sú, sem þjóðin hefir átt í síðasta áratuginn, hefir tekið svo mikið rúm í blöðunum, að þeim hefir eigi verið unt að rita um margt hið skemtilega og nýstárlega, sem gerst hefir innanlands og utan. En Morgunblaðið tekur engan þátt í flokkadeilum, þó það auðvitað muni gefa lesendum sínum kost á að kynnast fljótt og greinilega öllu því helzta er gerist í lands- og bæjar málum. Þær fréttir munu ritaðar með öllu litlaust."

Rétt er að taka fram að stafsetning og áherslur eru blaðsins.

Ekki verður annað sagt en að í upphafi hafi eigendur Morgunblaðsins haft skýra mynd af því hvert ætti að vera hlutverk hins nýja blaðs.

Fljótlega ættu núverandi eigendur að setja sína sýn fram með eins skýrum hætti og þá var gert. Það væri gott fyrir okkur lesendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skaðræði að setja þennan Davíð Oddsson í stól ritstjóra,allavega mun ég segja upp áskrift minni sem staðið hefur sleitulaust í 36,ár.Og til sölu er fyrsta eintak af mogganum sem ég á.2,nóvember 1913.

Númi (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband