Framsýnn forseti

Ég ber mikla virðingu fyrir embætti forseta Íslands. Er t.d. ekki einn af þeim sem telja að leggja eigi þetta embætti niður. Gagnsemi embættisins í alþjóðaviðskiptum var óumdeilt og létu viðskiptajöfrar gjarnan hafa það eftir sér að aðkoma forsetans hafi skipt sköpum við stofnun viðskiptasambanda.

Lítið hefur borið á forseta vorum sl. mánuði, þar til nú. Í viðtali á Bloomberg  gerir forseti grein fyrir afstöðu þjóðarinnar (er jú fulltrúi hennar) til þess sem gerðist í aðdraganda efnahagshrunsins. Sérstaklega athygli vekja eftirfarandi ummæli:

“Whatever you say about the Icelandic banks, they operated within the framework of the European regulations on banking and finance,”

Þetta þykir mér heldur mikil framsýni. Eða hvað? Veit forsetinn eitthvað sem við hin vitum ekki? Er hugsanlegt að þetta verði niðurstaðan eftir allt saman? 

Forsetinn ætti að upplýsa forstjóra Fjármálaeftirlitsins, forsætisráðherra og fjármálaráðherra um þessa vitneskju sína. Fólkið í þessum stöðum hefur allt haft nokkuð ákveðin orð í þá átt að bankarnir hafi einmitt ekki farið eftir reglum og lögum. 

Sjálfur veit ég ekkert um það. Tel hins vegar mikilvægt að flýta rannsókn þeirra mála sem til skoðunar eru og eiga eftir að koma upp. Það er mikilvægt fyrir viðskipti á Íslandi. Ef niðurstaðan liggur ekki fyrir, þá liggur hún ekki fyrir. Ef niðurstaðan liggur hins vegar fyrir þætti mér eðlilegt að þjóðin þyrfti ekki að lesa um það á Bloomberg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður!

Ragnar Thorarensen (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Þórhallur

Sammála þér varðandi ummæli Ólafs, en er þeirrar skoðunar að við höfum ekkert við þetta embætti að gera!

Auðvitað er þetta niðurstaðan og þessa niðurstöðu mun ESB viðurkenna þegar ESB er komið út úr kreppunni. Í aðildarviðræðum verður Icesave deilan "leyst" á sæmilega farsælan hátt fyrir okkur. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.9.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband