Fellur stjórnin?

Nú vaxa líkurnar heldur fyrir því að ríkisstjórn Íslands falli. Ögmundur, sem þó segist enn styðja ríkisstjórnina, hefur sagt af sér embætti heilbrigðisráðherra. Þetta veikir stjórnina verulega.

Það má halda því fram að það sé ekki aðeins líklegt að stjórnin falli heldur sé það nauðsynlegt. Stjórnarflokkarnir virðast svo ósamstíga í mörgum veigamiklum málum að ekki verður við það unað mikið lengur.

Hvað við tekur þá er ekki gott að segja. Áður hef ég talað fyrir því að mynduð verði þjóðstjórn og gekk svo langt að tilnefna, að mínu mati, hæfa einstaklinga í helstu embætti. Líklega ættu hefðbundnir stjórnmálamenn að stíga til hliðar. Þeir virðast ekki getað staðist þá freistingu að láta stjórnast af pólitísku skítkasti.

Þjóðin þarf ekki á því að halda nú. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hallast að þjóðstjórn líka, en hafa þingmenn þann þroska að vinna í slíku umhverfi ? Ég get plokkað út nokkra úr hverjum flokki sem mér hugnast. En er frekar vondaufur.

Finnur Bárðarson, 30.9.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég sé alls engan möguleika á þjóðstjórn. Ekki nokkurn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.10.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband