Fúsk og fum!

Ég hef stundum látið ófagleg vinnubrögð í stjórnun markaðsmála fara í taugarnar á mér. Félagi minn úr  háskólaumhverfinu benti mér reyndar á að ef mér þætti fúsk áberandi þá gæti ég líklega sjálfum mér um kennt þar sem mjög líklegt væri að ég hefði kennt þessu fólki. Það kann að vera eitthvað til í þessu enda reynir maður að vera á tánum hvað þessa þekkingaryfirfærslu varðar.

Ég sá hins vegar nýlega starfsauglýsingum sem minnti mig á hvar vandinn liggur að mínu mati. Vandamálið liggur ekki endilega í þekkingarskorti þeirra sem vinna, eða geta unnið, þessi störf heldur miklu heldur hjá þeim sem ráða í þessi störf og jafnvel hjá þeim ráðgjöfum sem koma að ráðningunni.

Í umræddri auglýsingu kemur fram um menntunar- og hæfniskörfur:

  • Sveinn eða meistari í <faginu>
  • Reynsla af stjórnun
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
  • Skipulögð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund og samskiptahæfni
  • Góð almenn tölvukunnátta

Það er alltaf fróðlegt að skoða svona lista. Það má ganga úr skugga um hvort umsækjandi hafi sveins eða meistarapróf faginu og hafi góða almenna tölvukunnáttu. Hin atriðin eru miklu erfiðari við að eiga. Hvað er t.d. átt við með reynslu af stjórnun. Á hún að vera löng eða stutt, góð eða slæm? Umsækjandi gæti átt langan stjórnunarferil en þegar betur er að gáð þá kemur í ljós að flestum þykir viðkomandi slæmur stjórnandi. Þetta má þó auðvitað kanna með nokkurri fyrirhöfn.
Hin atriðin eru öllu verri. Hvernig metur maður frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt? Og hvaða lund er þessi þjónustulund? Og hvað með samskiptahæfnina? Þetta eru augljósir kostir en erfitt að meta.

Látum vera hvers krafist er og skoðun nánar hvað viðkomandi á að gera. Í auglýsingunni kemur fram hvað ábyrgðarsvið og helsu verkefni varðar:

  • Rekstur og starfsmannahald
  • Afgreiðsla og þjónusta
  • Vöruinnkaup og samskipti við birgja
  • Sölu- og markaðsmál

Þetta er athyglisvert. Þegar maður ber saman listana þá er ekki augljóst að sjá að um sama starf er að ræða. Það kemur t.d. hvergi fram í menntunar- og hæfniskröfum að viðkomandi þurfi að hafa lágmarks rekstrarþekkingu. Viðkomandi þarf ekki heldur að kunna skil á grundvallaratriðum í mannauðsstjórnun né heldur í vörustjórnun. 

Það ekki heldur talið nauðsynlegt að viðkomandi hafi þekkingu í stjórnun markaðsmála. Það virðist þó vera eitt af fjórum megin viðfangsefnum starfsmannsins. Niðurstaðan verður því óhjákvæmilega fúsk. Það hefur ekkert með góðan vilja eða viðhorf að gera. Stjórnun markaðsmála er viðfangsefni sem krefst tiltekinnar þekkingar. 

Ég tek þessa auglýsingu aðeins sem dæmi um algengt fyrirkomulag. Vona að þeir sem þekkja til auglýsingarinnar fyrirgefi mér. Gagnrýni mín beinist ekki að viðkomandi starfsemi. Miklu heldur að því algenga viðhorfi stjórnenda og eigenda að stjórnun markaðsmála séu viðfangsefni sem allir og enginn geti unnið vel og ekki þurfi neina sérstaka þekkingu til þess. Dæmin sanna að stundum er útfærsla markaðsstarfs léleg, órökrétt og illa ígrunduð. Þegar betur er að gáð þá kemur í ljós að þeir sem hafa með þessi mál að gera hjá fyrirtæki eða stofnun, hafa ekki þá þekkingu sem nauðsynleg er. 

Niðurstaðan verður því fúsk og fum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Góður.

Birgir Viðar Halldórsson, 31.10.2009 kl. 11:36

2 identicon

Sælir

 Lánin sem 10 börn fengu frá Glitni til kaupa á hlut í stofnfjárútboði BYRS fyrir tveimur árum námu 180 milljónum króna. Börnin fengu arðgreiðslur upp á 86 milljónir króna sem runnu beint til niðurgreiðslu lánanna sem talin eru ólögmæt.  Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka voru 10 lán veitt til barna undir lögaldri í stofnfjárútboði Byrs í desember 2007. Yngsta barnið var eins árs og það elsta sautján ára. Tvo lán voru tekin í erlendri mynt en átta í íslenskum krónum. Lægsta lánið var 2 milljónir en það hæsta 24 milljónir. Börnin fengu alls 180 milljónir að láni og 86 milljónir í arð frá Byr í fyrra. Arðgreiðslurnar voru 44 prósent af hverjum hlut. Þær fóru aldrei í vasa barnanna heldur runnu þær beint til Glitnis til niðurgreiðslu lánanna. Þau svör fengust frá Íslandsbanka að ógildum löggerningi af þessu tagi verður snúið við eins og samningur hafi aldrei verið gerður. Íslandsbanki sér því um að skila stofnfjárbréfunum til Byrs fyrir hönd barnanna. Það er því búið að greiða upp í lánin hjá Glitni sem nemur arðgreiðslunni frá því í fyrra.   

 Mer finnst að ætti að birta nöfn Foreldra þessara Barna, þessir Foreldrar eru gjörsamlega Siðlaust pakk,  Þessir Foreldrar eru Sjálfsagt úr

(Banka Geiranum.)  Svo mer finnst það eðlilekt að Þessi nöfn Séu Birt,  

                        kv Sverrir S Sverrisson

Sverrir Sverrisson (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband