Hvað er að gerast á Alþingi?

Ég hef áhyggjur af vinnubrögðum alþingismanna um þessar mundir. Skiptir þá litlu hver flokkurinn er. Þetta er allt orðið mjög ótrúverðugt.

Stjórnarliðar slá úr og í. Koma fram með tillögur en draga þær til baka jafnharðan. Svo virðist sem stjórnin sé að "máta" tillögur á almenningi. Ef fram koma sterk viðbrögð þá er alltaf hægt að draga í land.  Útkoman verður svo einhver múlasni sem er engum til gagns.

Stjórnarandstæðingar halda upp undarlegu þrasi um málefni sem þarf að leysa hratt og örugglega. Mikill tími sem sóast með þeim hætti.

Fyrir mér er þetta alveg óskiljanlegt. Það er eins og þessu fólki sé fyrirmunað að vinna hratt, skipulega og markvisst að því að koma þjóðinni úr þeirri kreppu sem hún nú er í. 

...ég er ekki viss um að það muni breytast mikið í nánustu framtíð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Fjórflokkurinn í sinni eiginlegu mynd!

Birgir Viðar Halldórsson, 30.11.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband