Rannsóknir í markaðsfræði

Komin er út bókin Rannsóknir í markaðsfræði. Bókin á sér nokkurn aðdraganda en hún hefur verið í vinnslu í ein þrjú ár.  Markmiðið með útgáfunni er að gera rannsóknir í markaðsfræði aðgengilegri en nú er. 

Í bókinni eru sjö greinar sem fjalla um ólík viðfangsefni markaðsfræðinnar, s.s. atferlisgreiningu, þáttagreiningu, fyrirtækjamenningu, staðfærslu og samkeppnishæfni, ímyndarmælingar, markaðshneigð, þjónustumælingar og þjónustumat. Sumar greinarnar fjalla um hugtök á meðan að í öðrum er verið að vinna með tölur og gögn. Lesendur ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi að því gefnu að rannsóknir á sviði markaðsfræði séu þeim áhugaverðar.

Meðhöfundar að einstaka greinum eru þeir Art Schalk, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Gunnar Magnússon, Haukur Freyr Gylfason og Valdimar Sigurðsson. Höfundur bókarkápu er Þorgeir Guðlaugsson.

Bókin er 213 síður og fáanleg hjá Bóksölu Stúdenta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband