Þjóðarleiðtogi!

Ég tel að hver þjóð þurfi á leiðtoga að halda. Reyndar tel ég að hver eining, stór sem smá, þurfi á leiðtoga að halda. Látum það þó liggja á milli hluta í bili.

Spurningin er hver ætti þessi leiðtogi að vera og hvaða kosti ætti hann eða hún að hafa til að bera? Sjálfur tel ég óheppilegt að þjóðarleiðtogi sé annað hvort fyrrum herforingi eða stjórnmálamaður. Hér á landi þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af fyrrum herforingjum en kannski meiri af fyrrum stjórnmálamönnum. Svo ekki sé talað um núverandi stjórnmálamenn en það er önnur saga.

Af þessum ástæðum tel ég forsætisembættið mikilvægt. Forsetinn á að vera leiðtogi þjóðarinnar og hafinn upp fyrir flokkapólitík og flokkadrætti. Hann eða hún þarf að vera einstaklingur sem flestir líta upp til, einstaklingur sem hefur grunngildi eins og hófsemi, heiðarleika og manngæsku að leiðarljósi og talar af varfærni en festu um flest mál. 

Eftir að hafa hlustað á viðtal við Vigdísi fyrrum forseta rann það upp fyrir mér hvað við misstum mikið þegar hún hætti sem forseti. Líklega nokkuð til í því þegar sagt er að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Vigdís talar þannig að eftir er tekið. Virðist laus við raup og dramb og virðist hafa það umburðarlyndi sem góður leiðtogi þarf til að bera.

Hún virðist einnig í fínu formi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Áttu við að núverandi forseta prýði ekki hófsemi, heiðarleiki og manngæska auk þess sem hann tali ekki af varfærni og festu um flest mál?

Svo er það alltaf spurning hvernig metið er. Ég man ekki betur en útgjöld forsetaembættisins ykjust gríðarlega þegar Vigdís varð forseti. Ekki varð það vegna hófsemi. Þá man ég heldur ekki betur en að hún hafi ekki talað af varfærni um mannréttindamál þegar hún var í Kína á sínum tíma.

Ég tek það fram að ég er ekki að gera lítið úr Vigdísi Finnbogadóttur með þessum ábendingum en við megum ekki mæra fólk á grundvelli gleymskunnar.

Jón Magnússon, 14.12.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband