Fyrsta skoðanakönnun á Íslandi

Í janúar-mars hefti tímaritsins Helgafells frá 1943 er birt grein um fyrstu skoðanakönnunina á Íslandi. Greinin, og rannsóknin, er unnin af Torfa Ásgeirssyni en fram kemur að dr. Björn Björnsson og cand.polit. Klemenz Tryggvason hafi aðstoðað við orðalag spurninga og ýmis skipulagsatriði.

Það er margt fróðlegt í þessari grein. Sem dæmi er gerð grein fyrir úrtakinu en fram kemur að 68,8% þeirra sem svara voru karlar á meðan 31,2% voru konur. Um þetta segir höfundur:

"Hér er því um áberandi skakkt hlutfall að ræða. Orsökin er aðallega tregða kvenna til þess að láta í ljós skoðanir sínar á opinberum málum."

...og til að fyrirbyggja allan misskilning þá heldur höfundur áfram útskýringum sínum:

"Hér nægir að nefna, að konur hliðra sér afar oft hjá því að taka sjálfstæða afstöðu til spurninga af þessu tagi."

Maður gæti talið þetta skrifað árið sautjánhundruð og eitthvað en ekki árið 1943. Í það minnsta hafa konur tekið miklum breytingum!

Könnunin sjálf fjallar svo um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þannig er til að mynda kannað viðhorf almennings til þess hvort byggja eigi Hallgrímskirkju (nú þegar eins og fram kemur í spurningunni). Niðurstaðan var sú að rúm 80% töldu það ekki tímabært!

Einnig var könnuð afstaða almennings til þess hvort slíta ætti konungssambandinu við Danmörk og stofna lýðveldi á árinu. Tæp 50% sögðu nei við þeirri hugmynd!

Könnunin er á margan hátt stórbrotin lesning og læt ég hana því fylgja með.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Takk fyrir þetta.  Áhugaverð könnun í marga staði.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.12.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er fróðlegt. Ótrúlegt að ekki hafi verið gerð skoðanakönnun fyrr.

Það er athyglisvert að í spurningunni: "Á að taka upp skömmtun á fleiri vörum?" þá svara vinstrimenn frekar já við því. Ég segi athyglisvert.... ekki að það komi á óvart.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2009 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband