Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Skandall!

Kosningaþátttakan, eða öllu heldur þátttökuleysið, til stjórnlagaþings er meiriháttar skandall. Hvað er að þjóð minni? Viljum við virkilega ekki hafa áhrif á það hvernig Stjórnarskráin verður? Viljum við veikt stjórnlagaþing sem alþingismenn geta hunsað að vild?

Ég á bara ekki orð!

Þetta er mín eina huggun!

 


Þjóðfundurinn!

Ég var svo heppinn að fá að koma að framkvæmd Þjóðfundarins sl. laugardag. Var í hlutverki borðstjóra, eða lóðs eins og það er kallað, og vann með mörgu ólíku fólki yfir daginn.

Það sem kom skemmtilega á óvart var hve margir eru sammála um mörg grundvallaratriði. Kannski ekki margt sem koma á óvart en það held ég að hafi svo sem ekki verið markmiðið með fundinum. Stundum komu fram skemmtileg sjónarmið sem endurspegluðu fyrst og fremst hagsmuni þess er setti það fram. Þannig taldi sá yngsti á borðinu mikilvægt að endurskoða áfengislöggjöfina á meðan sá elsti lagði áherslu á lífeyrismál.

Það sem hefur vakið athygli mína er hve margir virðast reiðubúnir til að hafa efasemdir um að eitthvða hafi komið út úr þessum fundi. Í umræðunni þykir mér sumir ekki átta sig á hvað Þjóðfundurinn er og það sem er ekki síður mikilvægt, hvað hann er ekki.

Að mínu viti er Þjóðfundurinn samtal. Þarna kemur saman úrtak þjóðarinnar og ræðir ýmsar áherslur sín á milli. Það var ekki hlutverk Þjóðfundar að taka ákvarðanir um efnisinnihald né að útfæra þær hugmyndir sem fram komu. Ég gat ekki betur séð en að margir þátttakendur væru mjög ánægðir með fundinn. Því held ég að mikið hafi komið út úr honum. 

Það er svo annara að nýta sér, eða ekki, þær hugmyndir og áherslur sem fram komu!


Rétt, sanngjarnt og gerlegt

Ég lendi stundum í því að þurfa að taka vandasamar ákvarðanir. Það á eflaust við um marga aðra. Sumar ákvarðanir eru vandasamari en aðrar og hef ég tamið mér að gera það sem ég held að sé RÉTT, SANNGJARNT OG GERLEGT á hverjum tíma. Þetta þrennt fer reyndar ekki alltaf saman.

Sjónvarpsþátturinn "Saga af stríði og stolnum gersemum" sem sýndur var á RÚV sunnudagskvöldið 31. október fannst mér nokkuð merkilegur. Átti reyndar í dálitlu basli með að átta mig á því um hvað þátturinn var en smátt og smátt þá rann það upp fyrir mér. Svo virðist sem á Íslandi sé þýfi úr dómkirkjunni í Coventry! Um er að ræða glugga úr kirkjunni sem teknir voru úr til að forða þeim frá eyðileggingu vegna yfirvofandi loftárása. Af einhverjum ástæðum þá enduðu þessir gluggar á Íslandi og gegna sumir sínu upprunarlegu hlutverki, þ.e. eru gluggar í kirkju, en aðrir eru í geymslu og eru víst búnir að vera þar lengi fáum til yndis eða ánægju.

Nú er úr vöndu að ráða. Hvað ætli sé RÉTT, SANNGJARNT OG GERLEGT í þessari stöðu? Í mínum huga er það nokkuð augljóst. Að sjálfsögðu á að skila þessu til baka. Alveg eins og við vildum fá handritin okkar til baka á sínum tíma. Okkur væri ekkert annað en sómi af þvi að skila þessum gluggum til þeirra sem, að því er virðist, teljast réttir eigendur. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband