Hvað gerist í...

...kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis? Það hef ég satt best að segja ekki hugmynd um. Óttast þó að umræðan taki á sig pólitískan blæ sem lítið gagn verður af.

Umræðan gæti þá einkennst af því að Vinstri grænir munu með vandlætingu benda á sökudólga, framsóknarmenn verða hneykslaðir og hissa, enda löngu búnir að gera hreint fyrir sínum dyrum, og sjálfstæðismenn og samfylkingarfólk mun, líklega af skömm, hrökkva í vörn og benda á hina og þessa annmarka við skýrsluna og skýrslugerðina. Umræðan mun svo fyrst og fremst endurspegla pólitíska afstöðu fremur en hlutlæga.

Þetta er þó vonandi óþarfa svartsýni. Vonandi eru í skýrslunni upplýsingar sem gagnast okkur í framtíðinni við að byggja upp okkar samfélag. Vonandi verður þeim sem ætlað er að fjalla um skýrsluna gefið eðlilegt svigrúm til þess. Á ég þar ekki síst við fjölmiðlafólk og hina ýmsu sérfræðinga sem leitað verður til.

Ég hef ákveðið að trúa því að þessi skýrsla sé eitt skref í rétta átt. Hef þó hugfast það sama og sá sem þarf að moka flórinn. "Það er enginn sérstök ástæða til að hafa dálæti á flórnum. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að það þurfi að moka hann!"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband