Ekki benda á mig!

Eftir að hafa hlustað á viðbrögð sumra þeirra sem nefndir eru í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er ekki laust við að þessi texti komi upp í hugann. Ekki benda á mig! 

Það er bara ekki nokkur maður sem kannast við það að hafa gert eitthvað rangt. Allir telja þó skýrsluna góða og vel unna en þegar kemur að þeirra hlut þá hafi nefndin misskilið málið örlítið! Allt of mikið sé gert úr þeirra hlut, þau séu ýmist óheppnir makar eða ráðherra á plani. 

...svo má auðvitað alltaf bera fyrir sig minnisleysi. Ekki er nú hægt að að ætlast til þess að maður muni hvert einasta smáatriði sem maður tekur sér fyrir hendur!

 En svo ég taki nú undir með þeim mörgu er tjáð hafa sig um skýrsluna, hún virðist vel unnin. Hún virðist einnig miklu meira afgerandi en ég átti von á. Það er gott. 

Skýrslan er því gott fyrsta skref. Nú er bara að taka það næsta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband