Viðskiptatækifæri í siðferðinu!

Sérstakt bindi í skýrslu rannsóknarnefndarinnar fjallar um siðferði og siðferðileg álitaefni. Þar kennir margra grasa og víða má finna mjög afdráttarlausa gagnrýni á atferli margra í kjölfar bankahrunsins. Einhverjir hafa þó bent á ónákvæmni í þeirri skýrslu og forseti lýðveldisins hefur gengið svo langt að segja hana fulla af rangfærslum. Lítur ennfremur ekki á hana sem hluta af skýrslu nefndarinnar. Veit svo sem ekki mikið um það.

Hvernig sem það er þá eru þarna ótal ábendingar um það sem betur má fara og snúa sumar þeirra að mikilvægi þess að blanda ekki saman viðskiptahagsmunum við aðra hagsmuni.

Það kom mér því, kannski ánægjulega, á óvart að sjá hve höfundar skýrslunnar voru fljót að átta sig á viðskiptatækifærinu sem finna má í skýrslunni en til stendur að halda námskeið um þann lærdóm sem draga má af bankahruninu. Kostar litlar 4.800 kr.

...nokkuð snjallt bara!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jahá, nokkuð snjallt:). Eiginlega verð ég hugsi yfir þessu ótrúlega metnaðarfulla verki,,,,,,,hm

sandkassi (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband