Að græða eða græða ekki
17.4.2010 | 10:47
Ég hef áður látið koma fram hér að mín skoðun á því hvernig fyrir okkur er komið megi rekja til hugtaksins GRÆÐGI.
Til að svona illa fari þarf GRÆÐGI margra að koma til, ekki bara sumra og alls ekki aðeins þeirra sem spjótin beinast einna helst að þessa dagana. Vissulega virðist það fólk hafa verið drifið áfram af GRÆÐGI en svo virðist einnig hafa átt við um marga fleiri.
Það að líta svo á að hægt sé að eignast "allt" án þess að eiga fyrir því er ákveðin tegund af GRÆÐGI. Það að skuldbreyta lánum, t.d. úr verðtryggðu yfir í gengistryggt var gert vegna þess að þeir sem það gerður ætluðu að GRÆÐA á gengismuninum. Mörg svipuð dæmi mætti taka. GRÆÐGI er því einhvers konar þjóðfélagsmein, reyndar höfuðsynd, sem við erum að súpa seiðið af nú.
Reyndar geri ég ekki sérstaka athugasemd við að fólk vilji GRÆÐA. Stundum er jafnvel notuð mildari útgáfa af hugtakinu sem er AÐ HAGNAST og ekkert athugavert við það.
Þeir sem vilja GRÆÐA mikið taka einnig mikla ÁHÆTTU. Það sem ég tel ámælisvert eru tilburðir í þá átt að taka áhættuna úr sambandi.
Það að ætla sér að GRÆÐA mikið án ÁHÆTTU eða að láta einhvern annan bera hana. Það er eitthvað sem engin sérstök ástæða er til að sætta sig við.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.