Stundum gott að vera útundan!

Ég hef stundum látið fara í taugarnar á mér þegar stjórnvöld og ýmsir hagsmunaaðilar taka ákvörðun um að leita ekki álits eða ráðgjafar Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Við deildina starfa margir af helstu sérfræðingum landsins á sviði viðskipta og dálítið einkennilegt að stjórnvöld skuli ekki nýta sér þá þekkingu betur en raun ber vitni.

Veftímaritið T24 rifjaði upp að hópur sérfræðinga valdi um síðustu áramót ICESAVE reikningana sem bestu viðskipti íslendinga árið 2007. Þeir sem komu að valinu voru:

 Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auður Capital, Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Ágúst Einarsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Jafet Ólafsson hjá VBS fjárfestingabanka, Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Ásta Dís Óladóttir, dósent á Bifröst, Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Hafliði Helgason, fyrrverandi ritstjóri Markaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR, Hrund Rudólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Milestone og formaður stjórnar SVÞ, Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. 

Eins og sjá má er ekki einn einasti frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íalands. Stundum er gott að segja minna en meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband