Ég var vanhæfur!

Fyrir nokkru auglýsti Viðskipta- og hagfræðideild starf lektors í markaðsfræði við deildina. Nokkrir sóttu um stöðuna og var ég tilnefndur af deild í matsnefnd sem fulltrúi fræðasviðsins.
Þegar fyrir lá hverjir væru umsækjendur kom fljótlega fram það sjónarmið að hugsanlega væri ég vanhæfur til að fjalla um umsóknir umsækjenda þar sem ég hafði skrifað grein með einum þeirra. Ég skoðaði máli vel, en það er alla jafna þess sem talinn er vanhæfur að taka ákvörðun um eigið vanhæfi, og í framhaldi af því ákvað ég að draga mig til baka úr matsnefndinni. Ég taldi þetta rétt og taldi óþarft að gefa því sjónarmiði byr undir báða vængi að ég væri með matinu að leggja mat á eigin störf. Því tók minn varamaður við því hlutverki.

Í ljósi atburða síðustu vikna hef ég leitt hugann að því hvort hugsanlegt sé að eitthvað af því fólki sem er að fást við lausn efnahagsvandans sé hugsanlega vanhæft til þess.
Eftir að hafa skoðað málið vel fæ ég ekki betur séð en að nokkuð margir, vegna hagsmunatengsla, séu í raun vanhæfir til að koma að þeirri vinnu sem blasir við okkur næstu ár. Það á ekki síst við þegar kemur að því að rannsaka orsakir efnahagshrunsins.
Þetta fólk þarf að horfa í eigin barm, leggja mat á það hvort hagsmunatengsl geti hugsanlega skaðað heildarhagsmuni og ef svo er, draga sig í hlé.

 Til þess þarf fólk auðvitað að vera ærlegt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband